Aldrei fór ég vestur
Þá eru komnir páskar og þeim verður eytt í vinnunni að vanda. Alveg grábölvað hjá almættinu að hafa páska rétt á undan virðisaukaskattsskilum. Ekki nokkur leið að láta svona upplagðan vinnutíma fara til spillis. Hef ekki verið fyrir vestan um páska síðan 2003. Hefði samt alveg verið hægt að plata mig vestur þetta árið. SSSól í Edinborgarhúsinu hljómar bara vel - þó svo að Félagsheimilið í Hnífsdal hefði hljómað betur. Svo er auðvitað hátíðin fyrir þá sem aldrei fóru suður. En ég hef auðvitað aldrei farið á hana. Ég fór nefnilegast suður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli