Það er alveg ógeðslega vont bragð
af frímerkjum. Þar sem liðið hérna í vinnunni er ýmist veikt eða í fríi þarf ég að sjá um póstinn og allt sem honum tilheyrir. Ég nenni ekki alltaf fram til að bleyta svampinn fyrir 1-2 frímerki (erum með á límmiðum það sem er hægt að fá sem límmiða) og sleiki þau því bara. Þrátt fyrir viðbjóðslegt bragð. Sem minnir mig á það þegar mamma fékk mig og Hrafnhildi til þess að sleikja óendanlegt magn af frímerkjum og setja á umslög þegar við vorum púkar. Ekki man ég hvað það var sem þurfti svona nauðsynlega að komast í póst en við sinntum okkar starfi af kostgæfni og fengum tíkall í staðinn til þess að fara í Einarsbúð og kaupa okkur tyggjó. Minningin um óbragðið í munninum lifir ennþá þrátt fyrir tyggjóið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli