05 mars 2008

Formúlan

Þá er farið að styttast í að Formúlan byrji aftur eftir hlé. Það er óneitanlega kominn fiðringur og ég vona að mínir menn eigi eftir að standa sig í stykkinu. Núna þarf ég samt að stilla á Sýn til að horfa. Tímatökur og keppni verða í óruglaðri dagskrá en þættir og annað efni um formúluna verða í lokaðri dagskrá. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að það sé tekið upp á því að sýna frá æfingum og sýna fleiri þætti um formúluna þá borga ég ekki tæpar 10.000 kr á mánuði fyrir að fá aðgang að því. Þetta heitir hreint og klárt okurverð heima hjá mér.

Þegar RÚV var með formúluna voru næturkeppnir alltaf endursýndar í hádeginu daginn eftir. Eins og venjulega er byrjað á næturkeppnum. Hvergi hef ég séð það auglýst að þessum sið verði haldið áfram. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að ef Sýn komi til með að endursýna keppnirnar verði endursýningin í læstri dagskrá enda held ég að þeir skilmálar að keppnirnar verði að vera sýndar í opinni dagskrá eigi einungis við um beinar útsendingar. Svo maður þarf væntanlega að rífa sig upp á rassgatinu eldsnemma á sunnudagsmorgnum til að horfa á formúluna framvegis þegar næturkeppnir eru í gangi. Það er því ekki stórbætt þjónusta við þá formúluáhugamenn sem fíla ekki að láta taka sig í ósmurt...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Erla
Þú getur bara komið til okkar og horft á formúluna, við erum með Sún
Velkomin
Kolla

Erla Perla sagði...

hehe, já það er aldrei að vita nema maður skelli sér sunnudagsrúnt að horfa á formúluna. Þeim peningum yrði allavegana margfalt betur varið en í áskrift að Sýn!