10 nóvember 2008

Ritgerðin klár

og ég er nánast búin að lesa allt lesefni sem var sett fyrir þessa vikuna líka. Það verður því rólegra andrúmsloft þessa vikuna heldur en var útlit fyrir fyrir helgi. Eða allavegana hjá mér. Er búin að heyra í nokkrum sem eru ekki byrjaðir á ritgerðinni enda fékk ég að heyra það þegar ég sagðist nánast vera búin. "You're so responsible it's scary". Ég læt það nú samt vera. Á meðan ég átti að vera að skrifa ritgerð í seinustu viku tók ég mig til og lærði að sækja mér þætti á netið til að horfa á og kláraði að horfa á heila 9 One Tree Hill þætti og var almennt séð algjörlega andlaus og löt. Ef maður er impressive í svoleiðis gír þá er spurning hvað liðið segir þegar það er einhver kraftur í manni :p

Um leið og fyrsta ritgerðin fer í hús raðast hinar upp. Þarf að skrifa þrjár í viðbót plús eitt stórt skilaverkefni í negotiation sem er bæði verklegt og skriflegt. Svo er það mastersritgerðin. Ég þarf að skila inn grind strax eftir jólafrí svo ég þarf að fara að pæla í umfjöllunarefni. Ástandið heima á klakanum er manni hugleikið þegar maður veltir því fyrir sér. Mig langar mikið að fá að analysera Icesave deiluna við Breta í lokaverkefninu í negotiation enda er deilan að mörgu leyti sérstök. Það er hins vegar ekki mælt með því sérstaklega að við tökum efni sem tengist okkar heimaþjóð en ég ætla samt að þjarma aðeins að prófessornum og sjá hvort hann hleypi mér ekki í gegn með þetta. Í mastersritgerðinni langar mig soldið að skrifa um hvað Ísland geti gert til þess að byggja upp nýja ímynd á alþjóðavettvangi. Hvaða sóknarfæri séu fyrir land og þjóð. Er samt ekki komin með hugmyndina svo langt að ég sé farin að sjá hvert ég ætti að sækja heimildir og hvernig væri hægt að byggja grunn að því. Ætla að melta þetta aðeins og tek það fram að ég þigg allar ráðleggingar með þökkum ;-)

Ég ætla svo að ljúka þessu á að skora á ykkur sem eruð að lesa að kvitta fyrir komuna í kommentkerfið. Veit um marga eins og Sólrúnu sem fylgjast með en eru ekki mikið fyrir að kvitta. Væri ekki tilvalið að bæta úr því núna? :-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ
Það er nú ekki hægt að segja að ég kvitti ekki. Allt gott að frétta, allir hressir og kátir, gengur vel í skólanum hjá öllum. Hafðu það gott
Kveðja
Kolla

Erla Perla sagði...

Nei Kolla þú stendur þig eins og hetja. Alltaf gott að fá innlitskveðjur frá Grundarfirðinum :-)