Ypres - myndablogg
Jæja, ætla að gera aðra tilraun við að koma inn ferðasögunni til Ypres. Ætla að prófa að setja hana inn í myndaformi. Það eru hins vegar bara örfáar útvaldar myndir, þið verðið að fara á Facebook til að skoða restina ;-)
Poppies blóm sem er minningartákn um fyrri heimsstyrjöldina.
Þau voru alstaðar!
The Menin Gate.
Minnisvarði Breta um þá sem létust en eiga sér enga gröf. Þarna eru rituð
nöfn tæplega 55.000 manna.
Skotgrafirnar í Sanctuary Wood
Tyne Cot, breskur kirkjugarður.
Langemark, þýskur kirkjugarður. Þarna eru margfalt fleiri grafnir en í Tyne Cot,
þó svo það fari lítið fyrir því.
Mér finnst við hæfi að enda þetta á gröf óþekkts hermanns úr Tyne Cot.
Þetta var mögnuð ferð og maður gerir sér fyrst grein fyrir því núna hvað það dóu
alveg svakalega margir í þessu stríði. The Great War er þetta kallað en í mínum
huga er þetta mannlegur harmleikur, hvernig sem á það er litið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli