24 nóvember 2008

Úti er alltaf að snjóa

Labbaði í búðina áðan í GRENJANDI rigningu. Held að ég hafi eyðilagt leðurhanskana mína á leiðinni svo mikil var rigningin. Bað þess í hljóði á meðan ég var að versla í matinn að það yrði búið að stytta upp áður en ég labbaði heim. Hefði kannski þurft að vera ögn skýrari því það var svo sem hætt að rigna en það hafði bætt örlítið í vindinn og farið að snjóa! Það er því óhætt að segja að þetta hafi verið hressandi göngutúr, maður fékk það næstum því á tilfinninguna að maður væri kominn heim.

Það er því kalt í Brussel þessa dagana. Ég ligg undir teppi í aukapeysu og hosunum sem amma sendi mér og reyni að læra en mér er samt kalt. Næsta skref er að setja utan um gestasængina og sjá hvort að hún ylji meira en teppið. Það er óhætt að segja að það verði gott að komast heim í almennilega upphituð hús! 26 days and counting...

Engin ummæli: