Auðvitað löngu komin heim
Hef bara ekkert verið að gefa mér tíma í að blogga. Heimferðin gekk vel og það var nóg að gera fram á Þorláksmessu þegar ég fór vestur. Reyndar var ekki flogið svo ég tók bílaleigubíl og keyrði í góðum félagsskap vestur. Jólin voru afar ánægjuleg hjá okkur ömmu. Hæfileg blanda af notalegheitum á náttfötunum og jólaboðum. Ég ætlaði suður á laugardaginn en lagðist þá í ansi skemmtilega ælupest og það var kannski bara lán að það var ekki flogið þann daginn því ég hefði ekki getað staðið í lappirnar nógu lengi til þess að komast suður. Það var ekki flogið í gær heldur og ég endaði á því að keyra suður, drulluslöpp eftir æluna en ég lifði þetta af. Missti samt af THE Sálarpartýi og balli sem var búið að plana í margar vikur og get ekki sagt að ég sé sátt með það en það er víst lítið við því að gera. Missti líka af fjölskylduboðinu sem var planað að fara í í gær en það þýðir víst lítið að gráta það heldur. Núna er planið að safna kröftum eftir flensuna og koma sér af stað í vinnu. Kveðja svo árið í rólegheitum með fjölskyldunni.
Þar sem lítið fór fyrir jólakortum þetta árið sendi ég þér og þínum bestu kveðjur og óskir um gleðilega rest og farsæld og hamingju í tonnavís á komandi ári!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli