10 maí 2009

Mætt aftur til Brussel

Þá er góðu fríi á Íslandi lokið og ég er mætt aftur til Brussel. Ferðalagið gekk bara vel fyrir utan smá flugveiki. Já flugveiki, ótrúlegt en satt. Ég hefði ælt ef flugvélin hefði verið í loftinu mínútu lengur en það var talsverð ókyrrð í aðfluginu að Schiphol. Ekkert alvarlegt samt en nóg til þess að triggera þessa skemmtilegu aukaverkun að hormónunum mínum sem ég á það til að finna fyrir þegar það er farið að líða að næsta skammti. Hef meira að segja orðið "bílveik" í metróinu hérna úti. Mjög skemmtilegt. Annars átti ég mjög góðar stundir heima á Klakanum og komst ekki yfir allt sem ég ætlaði að gera, náði ekki að hitta alla sem planað var að hitta eða heyra í þeim sem áætlað var að heyra í. En svoleiðis er lífið bara og núna er málið að hella sér af fullum krafti út í seinustu törnina og kveðja svo Brussel sátt.

Á morgun á ég að skila 4 ritgerðum sem eru að mestu leyti klárar. Þarf að fínisera smá í fyrramálið áður en ég skutla þeim í skólann. 18. og 19. maí eru svo próf þannig að næsta vika fer í að læra fyrir þau. Eftir það kem ég aðeins til með að hafa eitt verkefni og það er mastersritgerðin. Henni á að skila 10. ágúst en ég ætla mér að hafa ritgerðina klára í lok júlí og vera flutt heim til Íslands fyrir Verslunarmannahelgi. Það má svo búast við að hin árlega Þjóðhátíðarveiki verði farin að gera vart við sig á þeim tíma og aldrei að vita nema maður skelli sér á sína 10. Þjóðhátíð. Við sjáum til ;-)

En þetta er orðið gott í bili enda langur dagur og margir kílómetrar að baki. Bestu kveðjur heim.

Engin ummæli: