Þrumuveður
Eitt mesta þrumuveður í áraraðir gekk yfir Belgíu í nótt og má sjá frekari fréttir og myndir hér. Lest fauk af teinunum, tré rifnuðu upp með rótum og um 30.000 eldingar létu sjá sig. 10.000 af þeim létu til sín taka á jörðu niðri og kveiktu meðal annars í einu húsi. Hávaðinn var víst rosalegur og var eins og himinn og jörð væru að farast í þá 3 tíma sem veðrið gekk yfir. Ég rumskaði hinsvegar ekki við lætin og svaf bara vel í nótt. Það má til gamans geta að ég vakna við minnsta hljóð í símanum mínum en svo tekst mér að sofa af mér heilt þrumuveður. Skemmtilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli