Jæja, á maður að reyna að blogga eitthvað. Ég er búin að vera ferlega löt eitthvað þessa vikuna. Hef ekki verið nógu dugleg að læra þessa vikuna. Er samt ekkert í slæmum málum með það því ég hef verið dugleg að læra eftir áætlununum frá áramótum. Ég ætla að taka nokkrar bækur með mér til Kollu á morgun og lesa eitthvað fyrir veisluna annað kvöld.
En núna eru svo áhugaverðar umræður um getuskiptingu í bekkjum. Ætla að fylgjast betur með!
30 janúar 2004
28 janúar 2004
Hún Þórdís er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott :)
Birt af Erla Perla kl. 11:55 f.h. 0 skilaboð
27 janúar 2004
Jæja, þá er minnz á leiðinni heim. Er búin að vera alveg steikt í vinnunni í dag. Ekki sniðugt. Ég er komin bara ágætlega af stað í skólanum, var í fyrsta prófinu í dag. Það gekk bara ágætlega held ég, á eftir að koma í ljós hvort ég svaraði því sem að kennarinn vildi :p
Ég ætlaði að vera öfga dugleg að skrifa núna en man ekkert! Heyrðu jú, ég er búin að vera að lesa um formúlu - og hvað er málið með að vera að tala um Barrichello sem annan besta mann formúlunnar á eftir Schumacher???? Er búin að rekast á þetta á nokkrum stöðum undanfarna daga. Barrichello er sko langt frá því að vera betri en t.d. bæði Raikkonen og Montoya - þrátt fyrir að hann sé ökumaður hjá Ferrari. Bölvað kjaftæði allt saman.
En jæja, ég man ekki meira og er orðin svöng og ætla heim. Later.
Birt af Erla Perla kl. 6:32 e.h. 0 skilaboð
Jibbí!!! Ég er að fara á Rasmus á Gauknum 6. febrúar :) :)
Birt af Erla Perla kl. 12:57 e.h. 0 skilaboð
24 janúar 2004
Af hverju vantar allt i einu alla islenska stafi?? Eg er buin ad skoda formattid og þar er islenska valid og western windows..
Birt af Erla Perla kl. 11:28 f.h. 0 skilaboð
?g er a? hlusta ? Bylguna ? vinnunni og ?ar er veri? a? tala um ?orrann sem t?ma karlmanna og a? ?orramatur s? fyrir sanna karlmenn. ?g er ekki alveg a? n? ?essu, ekki er ?etta svona ? Bolungarv?k og ?g man ekki eftir a? hafa kynnst ?essu s??an ?g kom su?ur..
Birt af Erla Perla kl. 11:25 f.h. 0 skilaboð
Ég hef hlegið mikið undanfarna daga, en sjaldan eins mikið og þegar ég heyrði í gær að gömlu konurnar í blokkinni hjá mömmu og bróður mínum voru að kvarta undan því að það heyrðist svo hátt þegar bróðir minn pissaði á nóttinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er bróðir minn mjög hávaxinn og kannski er hávaðinn út af því að fallið er svo hátt... Þegar ég bjó heima vaknaði ég aldrei við það að bróðir minn færi á klósettið, nema kannski ef hann skellti hurðinni óþarflega hátt. En það er greinilega málið hjá honum núna að fá sér þvaglegg eða bara setjast þegar hann fer á klósettið á nóttunni!
Birt af Erla Perla kl. 9:19 f.h. 0 skilaboð
Getur einhver sagt mér hvaða húmor Bolvíkingar voru að sýna með að kjósa Guðna Hauks kynþokkafyllsta mann ársins?!?!?!?!?!
Ég fékk nett hláturskast þegar ég sá niðurstöður úrslitanna hjá Rás 2.
Birt af Erla Perla kl. 9:16 f.h. 0 skilaboð
19 janúar 2004
Takk Hjördís fyrir að hjálpa mér að setja upp nýtt kommentkerfi!!
Birt af Erla Perla kl. 4:12 e.h. 0 skilaboð
18 janúar 2004
Djö... 14. febrúar gengur ekki. Agga verður ekki komin á klakann. Hmm, þarf að pæla þetta betur - Ef þetta verður fríhelgin hennar Agnesar þá er það bara 28. febrúar. Reyndar eru verkefnaskil á mánudeginum, en maður verður bara búinn með verkefnið á laugardeginum! Hvernig líst grellunni, fjördísinni og bjórdísinni á það?
Birt af Erla Perla kl. 5:45 e.h. 0 skilaboð
Ég er búin að vera að skoða hin ýmsu blogg og ég er alveg að sjá það að ég þarf að setja inn myndir á þetta blogg mitt. Kennari í þeim fræðum óskast!!
Annars er mér bara búið að ganga ágætlega að koma mér af stað í skólanum og ég er meira að segja komin með uppástungu á dagsetningu fyrir innflutningspartýið - 14. feb. Á bara eftir að fá að vita hvort að Agnes verði að vinna. En hvernig líst grellunni á þessa dagsetningu? Er hægt að plana menningarferð á þessum tíma? ;) Og verður fjördísin enn á landinu? Og fær bjórdísin pössun? Og verður Aggan komin á klakann?
Birt af Erla Perla kl. 5:23 e.h. 0 skilaboð
17 janúar 2004
Jæja, þá er þetta blessaða Idol búið. Kalli vann þetta eins og ég var búin að segja. Ég varð reyndar fyrir vonbrigðum með hann í gærkvöldi og hætti við að kjósa hann. Mér fannst hann svo daufur og nákvæmlega enginn sjarmi yfir honum. 500 kallinn heillaði mig hins vegar alveg upp úr skónum og ég ákvað að kjósa hann. Hann er Clay Aiken Íslands og hláturinn náttla algjör snilld. Anna Katrín á eftir að koma sterk inn í poppgeirann þegar hún verður búin að vinna úr röddinni sinni.
Ég hef nú ekki mikið tjáð mig um Idolið hérna en það hefur pirrað mig alveg svakalega þessar samsæriskenningar og hvað það hefur verið algengt að rakka krakkana niður. Það er alveg sorglegt hvað margir Íslendingar eru miklar smásálir og eiga erfitt með að horfa upp á velgengni annarra og samgleðjast þeim. Í meirihluta tilfella þekkir sá sem rakkar liðið niður ekkert til þeirra nema af einhverju umtali út í bæ. Mín fjölskylda hefur oftar en nöfnum tjáir að nefna verið á milli tannanna á fólki og það getur verið virkilega sárt að sjá framkomu ákveðinna aðila breytast í sinn garð vegna einhvers kjaftæðis sem gengur um bæinn. Ég hef tamið mér að leggjast ekki svona lágt að baktala fólk. Það þýðir hins vegar ekki að mér líki vel við alla - það er bara allt annað mál. Ég vil bara óska öllum Idolkrökkunum til hamingju með frábæra keppni. Smásálunum sem nærast á því að vera illa við aðra óska ég aukins þroska í framtíðinni.
Birt af Erla Perla kl. 3:14 e.h. 0 skilaboð
16 janúar 2004
Jæja, þá er alveg kominn tími á að reyna að blogga eitthvað af viti hérna. Það er bara búið að vera meira en nóg að gera við að gera íbúðina almennilega eftir að Agnes flutti inn. Það getur verið massa mál að koma svona dóti fyrir. En við erum loksins að verða búnar að koma okkur þannig fyrir að það sé hægt að þrífa og svona, erum meira að segja búnar að því!! Ekki seinna vænna því að amma er að koma suður í næstu viku :p Skólinn byrjaði svo á mánudaginn. Það var bara alveg ágætt að hitta bekkinn aftur. Ég er alveg að fara að byrja að læra – um leið og ég er búin að blogga! Það lítur allt út fyrir að þetta misseri verði miklu skemmtilegra en það síðasta, en það verður nóg að gera. Nú þarf ofurskipuleggjandinn að fara í gang í kollinum á mér svo ég nái kannski að eiga mér eitthvað líf og halda þetta innflutningspartý sem við Agnes erum búnar að lofa!
Idol í kvöld. Að venju fer ég til mömmu að horfa á það. Kalli tekur þetta, enginn spurning. Anna Katrín gæti verið honum skeinuhætt ef hún á gott kvöld en það er greinilega einhver sýking eða eitthvað í gangi í hálsinum á henni svo ég hef litla trú á því að það náist.
Árið er búið að vera viðburðarríkt þó svo að ekki sé mikið búið af því. Banaslys, brunar og snjóflóð. Mér brá við að sjá hver dó í slysinu sl. Laugardag. Ég þekkti Óskar ekkert en ég sendi Huldu allar mínar hlýju hugsanir. Ég fékk líka smá hroll þegar ég las um þetta snjóflóð. Sérstaklega þegar maður vissi af vondu veðri og snjókomu heima.
Jæja, er alveg tóm í haus núna. Ég held að Bjarni sé að fara úr vinnunni þannig að ég ætti að fara að geta byrjað að læra. Bleble
Birt af Erla Perla kl. 2:00 e.h. 0 skilaboð
Hann Biggi vinur minn er 25 ára í dag. Til hamingju með það elskan mín! Hafðu það alveg rosalega gott í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 1:44 e.h. 0 skilaboð
10 janúar 2004
Gistirými og gistinóttum fjölgar á Vestfjörðum en fækkar ekki
Snilldarfyrirsögn inn á bb.is :p
Birt af Erla Perla kl. 6:44 e.h. 0 skilaboð
07 janúar 2004
Ég er í vinnunni og leiðist öfga mikið. Mamma er busy og getur ekki hjálpað mér strax og ég þarf að finna mér eitthvað annað að gera á meðan. Þá held ég að það sé ágætis hugmynd hjá mér að blogga aðeins :p Það er búið að vera frekar mikið að gera það sem af er nýja árinu. Agnes byrjaði að flytja inn á laugardaginn en ég var að vinna þá og gat ekkert hjálpað henni. Um kvöldið kíkti ég á djammið með Ásu - við slógum alveg í gegn á dansgólfinu á Sólon :p Sunnudagurinn fór allur í að hjálpa Agnesi að flytja. Ég er ekki frá því að rassinn hafi minnkað eitthvað við öll hlaupin upp og niður stiga. Fyrir þá sem ekki vita var Agnes að flytja af 3. hæð og til mín - á 4. hæð, þannig að þetta var góð líkamsrækt!
Á mánudaginn var ég náttla að vinna og svo fórum við Agnes ferð á Sorpu og svo tók ég niður jólin á meðan Agnes eldaði alveg svakalega gott super nachos fyrir okkur. Nammi!! Í gær var ég að vinna og fór svo með Öggu í Ikea. Ég keypti myndaramma og grind undir klósettblöðin - og formúlublöðin. Nú á sko alveg að fara að koma sér almennilega fyrir - enda ekki seinna vænna!! Ég fór svo eina ferð til mömmu með dót í geymslu og dundaði mér svo við að setja í myndarammana. Við ætlum að mála og jafnvel bæsa litlu rammana sem við keyptum þannig að ég þarf að fara í Byko á morgun og dunda við það yfir helgina. Ég þarf svo líka að fá lánaðan bíl hjá Hemma og sækja restina af sófasettinu til Dagnýjar og Hauks og fara með sjónvarpið til pabba. Þá er hægt að dunda við restina þegar við Agnes höfum tíma.
En já, ég get skilað pabba sjónvarpinu því að Agnes á 32" widescreen sjónvarp sem sómir sér bara vel í stofunni. Það verður algjör lúxus að horfa á formúluna þegar hún byrjar aftur!! En það verður haldið innflutningspartý bráðlega þannig að þið sem vitið að þið verðið boðin hafið það á bak við eyrað! Þið verðið að sjá hvað það er allt orðið heimilislegt hjá okkur - og náttla sjá barinn í stofunni - það er ekki til sú bargræja sem ekki er til á honum. Þá er bara að sanka að sér góðu víni til að eiga á honum, Agnes á eitthvað en það má alltaf bæta við!
Birt af Erla Perla kl. 2:54 e.h. 0 skilaboð
02 janúar 2004
Jamm og jæja og gleðilegt nýtt ár! Aldrei þessu vant var minnz bara rólegur yfir áramótin, djammaði ekki neitt. Ég fékk einhverja kvefpest í mig síðustu daga gamla ársins og var bara í engu djammstuði á gamlárs. Ég er samt öll að koma til núna og nú er að sjá hvort maður nái einhverju djammi áður en að skólinn fer á fullt aftur.
Ég verð að koma einu á framfæri af því að Þórdís var að tala um minnihlutahópa á síðunni hjá Arnari Loga. Hann er í minnihlutahópi örvhentra. Í minni fjölskyldu er ég nefnilegast í minnihlutahópi rétthentra. Þegar mín nánasta fjölskylda kemur saman þá er ég sú eina sem er rétthent. Þannig að minnihlutahópur og minnihlutahópur er ekki alltaf það sama :p
Annars er mér búið að detta fullt í hug til að blaðra um hérna, ég er bara afskaplega dugleg að gleyma því jafnharðan aftur. Skil ekkert í þessu gullfiskaminni mínu stundum. Stundum man ég nefnilegast allt - ég var einu sinni spurð að því hvort ég hefði svindlað í minnisrannsókn sem ég tók þátt í upp í Háskóla. Ótrúlegt en satt.
Heyrðu Skaupið - mér fannst það bara gott. Ekkert það besta hingað til en samt gott. Ég er víst ein af fáum um það skilst mér - ég er kannski með svona skrýtinn húmor. En við skemmtum okkur alveg ágætlega yfir því heima hjá Dagnýju og Hauki. Það var kannski helst að okkur fyndist það of stutt. Það var samt á mörkunum djókið um Sólveigu Péturs og Kristinn Björnsson, á mörkunum að fara yfir strikið. Þegar svona er samið verður að passa upp á að djókið verði ekki rætið.
En jæja, ég ætla að fara að vinna eitthvað meira. Ég fékk frí með Mentorbarnið mitt í dag og gat því unnið mér inn fleiri tíma. Veitir ekki af að vera dugleg að vinna núna því ég vann svo lítið í desember :-/
Birt af Erla Perla kl. 4:11 e.h. 0 skilaboð