Jæja, þá er alveg kominn tími á að reyna að blogga eitthvað af viti hérna. Það er bara búið að vera meira en nóg að gera við að gera íbúðina almennilega eftir að Agnes flutti inn. Það getur verið massa mál að koma svona dóti fyrir. En við erum loksins að verða búnar að koma okkur þannig fyrir að það sé hægt að þrífa og svona, erum meira að segja búnar að því!! Ekki seinna vænna því að amma er að koma suður í næstu viku :p Skólinn byrjaði svo á mánudaginn. Það var bara alveg ágætt að hitta bekkinn aftur. Ég er alveg að fara að byrja að læra – um leið og ég er búin að blogga! Það lítur allt út fyrir að þetta misseri verði miklu skemmtilegra en það síðasta, en það verður nóg að gera. Nú þarf ofurskipuleggjandinn að fara í gang í kollinum á mér svo ég nái kannski að eiga mér eitthvað líf og halda þetta innflutningspartý sem við Agnes erum búnar að lofa!
Idol í kvöld. Að venju fer ég til mömmu að horfa á það. Kalli tekur þetta, enginn spurning. Anna Katrín gæti verið honum skeinuhætt ef hún á gott kvöld en það er greinilega einhver sýking eða eitthvað í gangi í hálsinum á henni svo ég hef litla trú á því að það náist.
Árið er búið að vera viðburðarríkt þó svo að ekki sé mikið búið af því. Banaslys, brunar og snjóflóð. Mér brá við að sjá hver dó í slysinu sl. Laugardag. Ég þekkti Óskar ekkert en ég sendi Huldu allar mínar hlýju hugsanir. Ég fékk líka smá hroll þegar ég las um þetta snjóflóð. Sérstaklega þegar maður vissi af vondu veðri og snjókomu heima.
Jæja, er alveg tóm í haus núna. Ég held að Bjarni sé að fara úr vinnunni þannig að ég ætti að fara að geta byrjað að læra. Bleble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli