Ég hef hlegið mikið undanfarna daga, en sjaldan eins mikið og þegar ég heyrði í gær að gömlu konurnar í blokkinni hjá mömmu og bróður mínum voru að kvarta undan því að það heyrðist svo hátt þegar bróðir minn pissaði á nóttinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er bróðir minn mjög hávaxinn og kannski er hávaðinn út af því að fallið er svo hátt... Þegar ég bjó heima vaknaði ég aldrei við það að bróðir minn færi á klósettið, nema kannski ef hann skellti hurðinni óþarflega hátt. En það er greinilega málið hjá honum núna að fá sér þvaglegg eða bara setjast þegar hann fer á klósettið á nóttunni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli