Jamm og jæja og gleðilegt nýtt ár! Aldrei þessu vant var minnz bara rólegur yfir áramótin, djammaði ekki neitt. Ég fékk einhverja kvefpest í mig síðustu daga gamla ársins og var bara í engu djammstuði á gamlárs. Ég er samt öll að koma til núna og nú er að sjá hvort maður nái einhverju djammi áður en að skólinn fer á fullt aftur.
Ég verð að koma einu á framfæri af því að Þórdís var að tala um minnihlutahópa á síðunni hjá Arnari Loga. Hann er í minnihlutahópi örvhentra. Í minni fjölskyldu er ég nefnilegast í minnihlutahópi rétthentra. Þegar mín nánasta fjölskylda kemur saman þá er ég sú eina sem er rétthent. Þannig að minnihlutahópur og minnihlutahópur er ekki alltaf það sama :p
Annars er mér búið að detta fullt í hug til að blaðra um hérna, ég er bara afskaplega dugleg að gleyma því jafnharðan aftur. Skil ekkert í þessu gullfiskaminni mínu stundum. Stundum man ég nefnilegast allt - ég var einu sinni spurð að því hvort ég hefði svindlað í minnisrannsókn sem ég tók þátt í upp í Háskóla. Ótrúlegt en satt.
Heyrðu Skaupið - mér fannst það bara gott. Ekkert það besta hingað til en samt gott. Ég er víst ein af fáum um það skilst mér - ég er kannski með svona skrýtinn húmor. En við skemmtum okkur alveg ágætlega yfir því heima hjá Dagnýju og Hauki. Það var kannski helst að okkur fyndist það of stutt. Það var samt á mörkunum djókið um Sólveigu Péturs og Kristinn Björnsson, á mörkunum að fara yfir strikið. Þegar svona er samið verður að passa upp á að djókið verði ekki rætið.
En jæja, ég ætla að fara að vinna eitthvað meira. Ég fékk frí með Mentorbarnið mitt í dag og gat því unnið mér inn fleiri tíma. Veitir ekki af að vera dugleg að vinna núna því ég vann svo lítið í desember :-/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli