Ég er í vinnunni og leiðist öfga mikið. Mamma er busy og getur ekki hjálpað mér strax og ég þarf að finna mér eitthvað annað að gera á meðan. Þá held ég að það sé ágætis hugmynd hjá mér að blogga aðeins :p Það er búið að vera frekar mikið að gera það sem af er nýja árinu. Agnes byrjaði að flytja inn á laugardaginn en ég var að vinna þá og gat ekkert hjálpað henni. Um kvöldið kíkti ég á djammið með Ásu - við slógum alveg í gegn á dansgólfinu á Sólon :p Sunnudagurinn fór allur í að hjálpa Agnesi að flytja. Ég er ekki frá því að rassinn hafi minnkað eitthvað við öll hlaupin upp og niður stiga. Fyrir þá sem ekki vita var Agnes að flytja af 3. hæð og til mín - á 4. hæð, þannig að þetta var góð líkamsrækt!
Á mánudaginn var ég náttla að vinna og svo fórum við Agnes ferð á Sorpu og svo tók ég niður jólin á meðan Agnes eldaði alveg svakalega gott super nachos fyrir okkur. Nammi!! Í gær var ég að vinna og fór svo með Öggu í Ikea. Ég keypti myndaramma og grind undir klósettblöðin - og formúlublöðin. Nú á sko alveg að fara að koma sér almennilega fyrir - enda ekki seinna vænna!! Ég fór svo eina ferð til mömmu með dót í geymslu og dundaði mér svo við að setja í myndarammana. Við ætlum að mála og jafnvel bæsa litlu rammana sem við keyptum þannig að ég þarf að fara í Byko á morgun og dunda við það yfir helgina. Ég þarf svo líka að fá lánaðan bíl hjá Hemma og sækja restina af sófasettinu til Dagnýjar og Hauks og fara með sjónvarpið til pabba. Þá er hægt að dunda við restina þegar við Agnes höfum tíma.
En já, ég get skilað pabba sjónvarpinu því að Agnes á 32" widescreen sjónvarp sem sómir sér bara vel í stofunni. Það verður algjör lúxus að horfa á formúluna þegar hún byrjar aftur!! En það verður haldið innflutningspartý bráðlega þannig að þið sem vitið að þið verðið boðin hafið það á bak við eyrað! Þið verðið að sjá hvað það er allt orðið heimilislegt hjá okkur - og náttla sjá barinn í stofunni - það er ekki til sú bargræja sem ekki er til á honum. Þá er bara að sanka að sér góðu víni til að eiga á honum, Agnes á eitthvað en það má alltaf bæta við!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli