27 janúar 2004

Jæja, þá er minnz á leiðinni heim. Er búin að vera alveg steikt í vinnunni í dag. Ekki sniðugt. Ég er komin bara ágætlega af stað í skólanum, var í fyrsta prófinu í dag. Það gekk bara ágætlega held ég, á eftir að koma í ljós hvort ég svaraði því sem að kennarinn vildi :p

Ég ætlaði að vera öfga dugleg að skrifa núna en man ekkert! Heyrðu jú, ég er búin að vera að lesa um formúlu - og hvað er málið með að vera að tala um Barrichello sem annan besta mann formúlunnar á eftir Schumacher???? Er búin að rekast á þetta á nokkrum stöðum undanfarna daga. Barrichello er sko langt frá því að vera betri en t.d. bæði Raikkonen og Montoya - þrátt fyrir að hann sé ökumaður hjá Ferrari. Bölvað kjaftæði allt saman.

En jæja, ég man ekki meira og er orðin svöng og ætla heim. Later.

Engin ummæli: