17 janúar 2004

Jæja, þá er þetta blessaða Idol búið. Kalli vann þetta eins og ég var búin að segja. Ég varð reyndar fyrir vonbrigðum með hann í gærkvöldi og hætti við að kjósa hann. Mér fannst hann svo daufur og nákvæmlega enginn sjarmi yfir honum. 500 kallinn heillaði mig hins vegar alveg upp úr skónum og ég ákvað að kjósa hann. Hann er Clay Aiken Íslands og hláturinn náttla algjör snilld. Anna Katrín á eftir að koma sterk inn í poppgeirann þegar hún verður búin að vinna úr röddinni sinni.

Ég hef nú ekki mikið tjáð mig um Idolið hérna en það hefur pirrað mig alveg svakalega þessar samsæriskenningar og hvað það hefur verið algengt að rakka krakkana niður. Það er alveg sorglegt hvað margir Íslendingar eru miklar smásálir og eiga erfitt með að horfa upp á velgengni annarra og samgleðjast þeim. Í meirihluta tilfella þekkir sá sem rakkar liðið niður ekkert til þeirra nema af einhverju umtali út í bæ. Mín fjölskylda hefur oftar en nöfnum tjáir að nefna verið á milli tannanna á fólki og það getur verið virkilega sárt að sjá framkomu ákveðinna aðila breytast í sinn garð vegna einhvers kjaftæðis sem gengur um bæinn. Ég hef tamið mér að leggjast ekki svona lágt að baktala fólk. Það þýðir hins vegar ekki að mér líki vel við alla - það er bara allt annað mál. Ég vil bara óska öllum Idolkrökkunum til hamingju með frábæra keppni. Smásálunum sem nærast á því að vera illa við aðra óska ég aukins þroska í framtíðinni.

Engin ummæli: