20 júlí 2004

Jahá, skjótt skiptast veður í lofti, það er ekki hægt að segja annað.  Haldiði að mín sé ekki bara á leiðinni til London í næstu viku! Rakel er orðin leið í útlandinu og stóra systir ætlar að fara að sækja hana í skólann. Hún á að klára í næstu viku þannig að hún klárar skólann og svo eigum við systurnar 2 daga í London áður en við förum heim. Það ætti að verða gaman hjá okkur! Dagurinn er búin að fara í ýmsar reddingar, ma. á vegabréfi því að sveitalubbinn ég á ekkert svoleiðis. Fyrir það þurfti að borga litlar 9200 kr!! Frekar dýrt dæmi að fara svona skyndilega til útlanda. Annars var ég heppin með verð á fluginu og þá er bara eftir að redda gistingu, 2 nætur í London og 2 í Bournemouth þar sem Rakel er. Þetta reddast örugglega allt - um að gera að hafa gaman af þessu.
 
Þá er allavegana alveg pottþétt að ég verð ekki heima hjá mér vælandi yfir að vera ekki á Þjóðhátíð. Við lendum á brekkusöngstíma á sunnudagskvöldið og það verður ekki kveikt á símanum fyrr en eftir miðnætti - enda er alveg bannað að hringja með beina útsendingu frá brekkusöngnum!!!!!

Engin ummæli: