Jæja, þá er það komið á hreint að minnz fer ekki á Þjóðhátíð í ár. Í fyrsta skipti síðan 1998 sem það gerist. Ég er alveg viss um að veðrið verður alveg brjálað í ár og ekkert gaman. Ég er búin að heyra lagið og það er frekar ömurlegt - mér til mikillar gleði. Ég er reyndar ekki komin með neinn þjóðhátíðarfiðring ennþá en hann kemur sjálfsagt þegar nær líður. Þjóðhátíðin 2005 verður hins vegar tekin með stæl ;)
Biggi var að spá í því á síðunni sinni hvort það þýddi eitthvað fyrir fyrrverandi maka þegar nýr maki væri kominn í spilið. Hvort það væri hrós fyrir hann ef nýji gæjinn væri ljótur o.s.frv. Ég kommentaði þar á að ég héldi að nýjir makar kæmu þeim fyrrverandi ekkert við. Málið væri bara að samgleðjast sínum fyrrverandi með að vera kominn með nýjan.
Ég fékk hins vegar nafnlaus skot um biturleika. Ég vil því taka fram að það er engin biturleiki af minni hálfu út í neinn af mínum fyrrverandi gæjum. Þeir eru bara það síðasta sem ég hugsa um þegar ég er að slá mér upp með nýjum gæja - annað held ég að væri óeðlilegt. Mér þykir vænt um þá alla og óska þeim velfarnaðar í sínu lífi - and that´s it.
Þú átt hins vegar spes stað Biggi minn - þú ert sá eini sem ég hef getað rifist um pólitík við ;) Ég er alveg viss um að þú nærð þér í eina danska úti - og þá verð ég náttla að fá allan samanburð við mig um stærðarhlutföll ;) hehe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli