12 júlí 2004

Jæja, það er kannski kominn tími á smá blogg. Síðasta vika var bara róleg. Það sem er kannski helst fréttnæmast er að við Agga héldum áfram að synda aðra vikuna í röð og við stefnum að sjálfsögðu á að halda dugnaðinum áfram. Á föstudaginn fórum við með Valdimar (mentorbarn) og Kidda í sund í góða veðrinu. Kíktum svo á Sólon og fengum okkur að borða. Svo var sötrað hvítvín á pallinum hjá Öggu frameftir kvöldi. Við kíktum aðeins í bæinn en þetta voru bara rólegheit og ég var komin heim í fyrra fallinu.

Á laugardaginn komu Spánverjarnir í heimsókn til bróður míns. Þeir komu í heimsókn til mín og við fórum með þá í bæinn að skoða mannlífið. Við enduðum á Gauknum þar sem Írafár var að spila. Ekta íslensk stemning og strákarnir voru hrifnir. Röggi fór með þá vestur í gær og ætlar að sýna þeim Vestfirðina. Þeir eru víst mjög hrifnir og búnir að mynda hverja þúfu.

Silverstone var á helginni og ég segi bara VIVA McLAREN!! Lang skemmtilegasta keppni ársins til þessa. Það er svo bara að sjá hvort að Hakkinen sé að koma aftur - það skyldi þó aldrei vera að maður fengi að sjá Hakkinen og Raikkonen keyra saman...

Engin ummæli: