Við Agga erum orðnar upprennandi sunddrottningar. Erum búnar að mæta í laugarnar klukkan 7 þrisvar í þessari viku. Planið er að synda fyrir vinnu þrisvar í viku og reyna að fara einu sinni á helgum. Ef fólk heldur að það eigi eitthvað í að synda með okkur þá er því velkomið að fljóta með ;)
Þetta breytir hins vegar venjum manns og núna er lang best að vera kominn upp í rúm ekki seinna en 10 á kvöldin. Þá hefur verið að koma upp soldið vandamál hjá mér. Konan í íbúðinni fyrir neðan mig horfir mikið á sjónvarpið og hlustar á útvarpið á þeim tíma kvölds og ég held að hún heyri eitthvað illa. Allavegana er þetta allt nógu hátt stillt hjá henni og ég á oft erfitt með að sofna - ekki út af partýtónlist, heldur út af endurteknu Kastljósi eða Lífsauganu hans Þórhalls.
Ég hélt að ég væri flutt í rólegheita stigagang dauðans - þar sem 90% íbúanna er yfir fimmtugu (og þá aðallega yfir 75). En ég hefði nú mátt segja mér það sjálf eftir alla mína elliheimilis vinnu að háum aldri fylgir skert heyrn.. Það er ein á annarri hæðinni sem hlustar á skáldsögur á kassettum á hæsta styrk og ég hef alltaf þakkað mínum sæla að búa ekki á þeirri hæð.
Konan fyrir neðan mig er nefnilegast ekkert svo gömul, kannski farin að nálgast sextugt. Þetta hefur ekki verið mál fyrr en núna að hún stilli allt svona hátt. Ég ætti kannski að benda henni á að fara í heyrnarmælingu?
Ég er komin með algjört ógeð á umræðunni um fjölmiðlalögin og forsetakosningarnar. Það er algjörlega búið að nauðga þessum málefnum í fjölmiðlum og sorglega fáir aðilar eru að tjá sig um þetta á málefnalegan hátt. Ég slekk á sjónvarpinu og útvarpinu þegar það er byrjað að fjalla um þetta. Ég ætla mér því ekki að tjá mig um stjórnmál á þessari síðu fyrr en í haust - fyrir utan eftirfarandi atriði:
Ég ætla að vona að íslenskum stjórnvöldum detti ekki til hugar að hafa ekki utankjörfundaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þá fyrst verð ég brjáluð og mun ég þá gera mér sérstaka ferð til Bolungarvíkur til að fá útrás fyrir gremju mína gagnvart þessu liði og kjósa gegn lögunum. Og hana nú!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli