Dánarfregnir og jarðarfarir
Herra Kaktus er látinn. Andlátið bar því miður ekki brátt að og er rakið til slæmra lífsskilyrða. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Herra Kaktus átti stutta en góða ævi og var eiganda sínum mikill gleðigjafi. Sorg eigandans er mikil og eru öll önnur blóm vinsamlegast afþökkuð þar sem ekkert annað blóm mun geta komið í stað Herra Kaktus.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli