09 nóvember 2004

Jæja, þá er ég loksins að verða orðin almennileg eftir þessa blessuðu endajaxlatöku. Ég var hjá tannsa áðan að láta taka kanilplásturinn. Ég fékk hjá honum einhverja massa sprautu til að skola holuna eftir tönnina. Þeir sem þekkja mig vita að ég er með sprautufóbíu dauðans og ég á pottþétt aldrei eftir að þora að koma við þessa sprautu. En nú er þetta búið - sem betur fer!

Á laugardaginn fór ég á Sálarballið. Ægir var svo elskulegur að redda mér tveimur boðsmiðum svo ég bauðst til þess að vera driver fyrir Pétur - hehe. Það var þegið með þökkum, ótrúlegt en satt! Það var alveg ótrúlegur troðningur á þessu balli en það var samt gaman. Sálin klikkar aldrei.

Annars er ég bara búin að vera öfga löt. Er að fara í nudd á eftir þannig að það verður heavy slökun í kvöld og farið snemma að sofa :)

Engin ummæli: