Ég var að koma frá tannsanum. Hann var að taka saumana hjá mér. Ég fékk líka að vita af hverju ég er búin að vera svona kvalin undanfarna daga. Sárið hafði rifnað upp öðru megin. Hann setti einhvern strimil sem er verkjastillandi og sótthreinsandi yfir og ég á að mæta aftur á mánudaginn til að láta fjarlægja hann. Strimillinn er með sterku kanilbragði svo munnurinn minn er bara kominn í jólaskapið. Ég er hins vegar hálf dofin eitthvað. Veit ekki hvort það er áhrif frá tímanum sem ég er í eða hvort að verkjalyfið er að kicka svona vel. Ég á svo að fara að kenna present continuous í ensku máli og málnotkun á eftir. Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Vona bara að Robert verði góður við mig og gefi mér góða krítík.
Jæja, er alveg að mygla hérna. Var að borða banana með kanilbragði sem var ekki gott. Ætlaði að skola munninn með vatni en þetta kanilbragð virðist vera lífseigara en andskotinn. Heyrðu, veit einhver hvernig ég get sett mynd inn á bloggið sem er af eðlilegri stærð? Ekki svona gígantísk eins og myndin sem ég var með. Er ekki hægt að setja inn myndir úr my pictures??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli