Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekkert að nenna að blogga um Finnlandsferðina í smáatriðum - enda held ég að það nenni enginn að lesa það ;) Svo hérna koma nokkrir punktar um ferðina:
- Finnar drekka MIKLA mjólk. Ég hef aldrei áður setið og borðað á reykmettaðri krá þar sem helmingur gestanna drakk mjólkurglas með matnum.
- Finnar reykja mikið. Ég held að ég hafi engan hitt sem ekki reykti.
- Í blokkum eru bréfalúgurnar á hurðinni inn í íbúðina þrátt fyrir að stigagangarnir séu læstir. Pósturinn er þá bara með lykil held ég.
- Það eru engir hurðahúnar utan á þessum hurðum. Ekki fræðilegur að opna án lykils...
- Agga þýðir kelling á finnsku... hehe
- Það er lítið af túristum í Helsinki og þetta er draumaáfangastaður þess sem langar að skoða framandi slóðir án þess að hafa allra þjóða kvikindi í kringum sig.
- Finnar blaðra meira í gemsana sína en Íslendingar.
- Þegar maður kaupir bjór á krana fær maður aldrei fullt glas í Finnlandi og litlir bjórar eru ekki til. Maður fær þá bara ennþá minna í glasið...
Látum þetta duga í bili. Það er brjálað að gera í vinnunni og það er víst best að halda áfram...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli