01 október 2005

Loksins, loksins á að gera göng til Bolungarvíkur. Það þurfti mikið grjóthrun til að yfirvöld myndu taka sönsum en sem betur fer þurfti ekki stórt slys á Hlíðinni til þess. Ég hef fengið að heyra það að þessi gangagerð sé tómt bull því það eigi ekki að eyða peningum í eins fáar hræður og búa þarna. Svona orð eru varla svaraverð - við eigum öll jafnan rétt á öruggum samgöngum hvort sem við búum í Reykjavík, Reyðarfirði, Kópaskeri eða Bolungarvík. Og ef fólk vill horfa í krónur og aura þá er margfalt ódýrara að gera göng heldur en að halda við Hlíðinni - fyrir utan mannslífin sem hafa farið þar sem eru ómetanleg.

Engin ummæli: