Þá er það komið á hreint að ég fæ afhenta íbúðina í seinasta lagi 16. ágúst og afhendi mína þann 21. Allar hjálplegar hendur á þessu tímabili eru vel þegnar ;)
28 júní 2006
26 júní 2006
Jæja, þá er maður mættur í vinnu á mánudagsmorgni eftir vægast sagt annasama helgi. Við systurnar báðar komnar með kennaraprófið í hendurnar og Þórdís mín komin í hnapphelduna. Það er alltaf gaman að fá að vera hluti af einum mikilvægasta degi í lífi fólks og sjá það ljóma af ánægju. Þetta var alveg yndisleg athöfn og skemmtileg veisla og ég vona það bara að ég eigi eftir að fá að upplifa sömu ánægju og hamingju í framtíðinni og þau skötuhjúin.
Annars er það helst að frétta af mér að ég er að fara að flytja! Ég sótti um Búsetaíbúð í seinustu viku af hálfgerðri rælni, skoðaði hana ekki einu sinni fyrir úthlutunina. Svo fékk ég bara íbúðina og fór og skoðaði og þetta er alveg frábær íbúð á mun betri stað en ég bý á núna. Miklu styttra í vinnuna og svo er ég nær fólkinu mínu líka. Svo að minnz flytur í seinasta lagi um miðjan ágúst svo það er óhætt að segja að hlutirnir gerist hratt og breytist hratt þessa mánuðina. Þetta verður að ég held mitt ellefta heimili og ætla ég að gamni mínu að telja upp staðina sem ég hef átt heima á.
Vitastígur 21, Bolungarvík. Hér er ég fædd og bjó fyrstu árin.
Skólastígur, Bolungarvík. Þarna bjuggum við stutt áður en við fluttum uppeftir.
Hjallastræti 24, Bolungarvík. Húsið mitt, þarna bjó ég í 14 ár.
Suðurgata 29, Reykjavík. Okkar annað heimili í bænum, bjó þarna í 5 ár.
Miðholt 3, Mosfellsbær. Hótel Mamma.
Vesturvallagata. Leigði herbergi hér í nokkra mánuði.
Grandavegur. Bjó um stund hjá Öggu minni áður en ég flutti vestur aftur.
Vitastígur 15, Bolungarvík. Fyrsta heimilið mitt sem ég átti ein :)
Bólstaðarhlíð 46, Rvk. Bjó hér fyrstu 2 árin í Kennó, lengst af með Agnesi.
Miðholt 3, Mosó. Flutti tímabundið aftur heim til mömmu.
Miðholt 3, Hafnarfirði. Bjó hér lengst af með Guðjóni.
Laufengi 5, Rvk. Nýtt heimili og ný tækifæri. Flyt ein í Reykjavíkina.
Birt af Erla Perla kl. 9:16 f.h. 0 skilaboð
23 júní 2006
Á einhver annar en ég erfitt með að skilja upphaf þessarar fréttar? Ég held að mbl menn hefðu gott af kúrs í íslensku og jafnvel nokkrum slíkum....
Birt af Erla Perla kl. 10:00 f.h. 0 skilaboð
21 júní 2006
19 júní 2006
Þá er fyrsti heili vinnudagurinn eftir aðgerðina að verða búin og ég verð að segja eins og er að ég er ekkert að nenna þessu. Skil ekkert í mér að vera búin að ráða mig hérna í heilt ár. En það hefur sína kosti og galla svo sem, verð bara reynslunni ríkari eftir árið. Það verður líka ágætt að komast í rútínu aftur eftir allt þetta veikindastúss. Helgin var nú bara nokkuð viðburðarrík hjá mér, við gæsuðum Þórdísi á föstudaginn og það lukkaðist bara alveg ljómandi vel. Í það minnsta er hún sátt og þá er tilganginum náð :) Ég var bara edrú, var í reddingum allan daginn og var alveg uppgefin þegar ég kom heim en skemmti mér nú samt ljómandi vel. Á laugardaginn var ég svo með smá útskriftarpartý, bara fyrir mína bestustu vini. Það var fámennt en góðmennt og ég kíkti inn á skemmtistað á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn á þessu ári! Við kíktum á Players þar sem Vinir Vors og blóma voru að spila. Ég hef ekki oft djammað þar í gegnum tíðina en ég sá ekki betur en að Players hefði tekið við af Kaffi Reykjavík því liðið þarna var eins og liðið á Kaffi Reykjavík þegar sá staður var að verða shubby. En við skemmtum okkur nú samt vel stöllurnar ;)
Það er svo nóg að gera þessa vikuna, útskriftin á laugardaginn og brúðkaupið líka. Svo er hún Agga mín komin á steypirinn og ég er farin að bíða spennt eins og aðrir.
Eitt sem mig langar að athuga hvort að einhver viti, er ekki bara til ein Vanessa Williams? Ég hef alltaf haldið það en ég er ekki að kaupa það að Vanessa Williams sem leikur í Melrose Place sé THE Vanessa Williams. Veit það einhver???
Birt af Erla Perla kl. 4:35 e.h. 0 skilaboð
14 júní 2006
Jæja, þá er önnur tilraun í að tékka sig inn. Var búin að skrifa heilmikið en það datt allt út. Bara gaman að því.. Ég er sem sagt komin til byggða eftir afar viðburðaríka ferð á heimahagana um sjómannadaginn. Ég fór á reunion hjá gamla bekknum mínum og skemmti mér konunglega, annað kvöldið allavegana. Ég hló svo mikið að ég reif nánast upp saumana ;) En það var ekki bara gaman, símanum mínum var stolið í flugvélinni á leiðinni vestur svo minnz var sambandslaus við umheiminn þangað til ég kom suður og fékk lánaðan gamla Motorola símann hennar Rakelar. Það er nú ekki alveg besta græja í heimi en hann verður að duga. Það er hins vegar sárt að vera búin að tapa öllum símanúmerum og myndunum sem voru í símanum þannig að endilega sendið mér númerin ykkar ;)
Tíminn líður alveg svakalega hratt þessa dagana og það eru að verða komnar 6 vikur síðan ég var skorin og bara rétt rúm vika í útskriftina. Ég hlakka mikið til að fá prófskírteinið í hendurnar og er bara nokkuð stolt af sjálfri mér að vera búin að klára þetta, sérstaklega þessa önn, en meðaleinkunnin er loksins komin í hús. Náði 8,04 og er að sjálfsögðu í skýjunum með það. Annars er bara vinna og meiri vinna framundan, þangað til í september en þá ætlum við mæðgur að skella okkur saman í afslöppun til Tyrklands í 2 vikur. Ég ætla sko að njóta þess í botn að liggja í sólbaði og lesa og ætla mér ekki að lyfta litla putta á meðan ég er þarna ;)
Röggi bró er að koma heim með hluta af finnsku fjölskyldunni sinni á föstudaginn og það verður öfga gaman að hitta þau. Hann fer að sjálfsögðu með þau beint vestur í sæluna og mér finnst bara verst að komast ekki með. En jæja, ég ætla að fara að halda áfram að vinna. Komið nóg af þessu bulli í mér ;)
Birt af Erla Perla kl. 3:07 e.h. 0 skilaboð
06 júní 2006
Þá er hvítasunnuhelgin liðin og það var lítið brallað að þessu sinni. Ég kíkti í afmæli til Ásu á föstudagskvöldið og það var svaka gaman. En sjúklingurinn ég var farinn heim áður en að stelpurnar fóru í bæinn. Var svo alveg úber þreytt eftir þetta útstáelsi á laugardaginn og var hálf sofandi í vinnunni. Það var svo brunað á Snæfellsnesið í ferminguna hans Sigurgeirs á sunnudaginn og það var frábært að hitta þau öll. En það tók á að sitja svona allan daginn og ég var alveg ónýt í gær. Mætti nú samt í vinnu - maður fær ekkert veikindafrí þegar maður vinnur svona hjá mömmu sinni ;) Lagðist svo upp í sófa í gærkvöldi og horfði á Beverly Hills og Melrose Place. Alveg ótrúlegt að maður skildi hafa legið yfir þessu einu sinni! Ég held að 90's tískan sé margfalt verri en 80's tískan - og maður hélt að ekkert toppaði hana! Klæðaburðurinn á liðinu er bara alveg óendanlega hallærislegur!! Eins og þau voru kúl hérna í denn.....
En jæja, er loksins búin að skila öllum mínum fyrirtækjum í vaskinum og get farið að slappa af og hvíla mig. Er að fara vestur á næstu helgi til að fara á reunion hjá gamla bekknum mínum. Það verður eflaust bara gaman :) Ætla líka að njóta þess að borða ömmumat áður en ég hreinlega hverf af yfirborði jarðar en veikindin hafa tekið sinn toll af kílóunum og ég mátti ekki alveg við því. En þangað til næst, hafiði það gott :)
Birt af Erla Perla kl. 4:12 e.h. 0 skilaboð
02 júní 2006
Jæja þá er ég búin að fá allar einkunnirnar mínar. Fékk lægst 8 og hæst 9 og er bara nokkuð sátt með það. Fékk 9 fyrir lokaverkefnið og er ég alveg í skýjunum með það. Sú einkunn er að vísu ekki komin inn á netið svo ég er ekki búin að fá meðaleinkunina mína en það er ljóst að hún skríður yfir 8 svo minnz er sáttur :)
Birt af Erla Perla kl. 2:47 e.h. 0 skilaboð
Hún Ása Gunnur á afmæli í dag og er orðin 25 ára stúlkan. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag. Sjáumst í kvöld :)
Birt af Erla Perla kl. 12:45 e.h. 0 skilaboð
01 júní 2006
Þar sem ég er búin að vera með ,,konuveiki” eins og sumir hafa sagt við mig, þá mæli ég ekkert sérstaklega með því að strákar lesi þennan pistil. Sérstaklega ekki þú Arnar ;) Þetta er ansi langt en ég mæli með því að þið stelpur lesið þetta því það gæti gagnast ykkur.
Ástæða þess að ég þurfti að fara í þessa aðgerð er sú að ég greindist með svokallað legslímuflakk eða endometriosis fyrir þá sem vilja gúgla það ;) Ég hafði nú aldrei heyrt á það minnst þegar læknirinn minn sagði mér hvað væri að mér og áttaði mig í raun ekki á hvað var í gangi fyrr en nokkru seinna. Legslímuflakk þýðir að þegar maður fer á blæðingar þá fer blóðið öfuga leið, þe. út um eggjaleiðarana og inn í kviðarholið í staðinn fyrir að fara sína eðlilegu leið út. Þetta gerist hjá 70-80% kvenna skilst mér en hjá langflestum konum nær líkaminn að vinna úr þessu án þess að þetta verði vandamál. Hjá 2-4% kvenna nær líkaminn hins vegar ekki að brjóta þessa slímhúð niður og hún safnast saman í kviðarholinu og á líffærunum í kringum móðurlífið. Á milli blæðinga reynir líkaminn að eyða þessu út og slímhúðin grær því föst við kviðarholið, líffærin eða þann stað sem það er á en þegar blæðingar eiga sér stað blæðir líka úr þessari slímhúð og hringurinn hefst aftur.
Helstu einkennin eru miklir túrverkir sem ég hef alltaf haft en auk þessa fann ég alltaf verki þegar ég var búin að pissa þegar ég var á fyrstu viku pilluspjaldsins. Ég fór með þvagprufu þegar ég fann fyrst fyrir þessum verkjum sem ekkert kom út úr og ég gerði svo ekkert í þessu í 3 ár, því mér datt ekki í hug hvað gæti verið að eða hvað ég ætti að segja við lækninn. Gleymdi þessu svo alltaf þegar þetta var ekki til staðar. Þessir verkir voru vegna þess að slímhúðin var orðin gróin föst við þvagblöðruna og eina leiðin til að fjarlægja hana var að fjarlægja hluta af þvagblöðrunni. Auk þess var ég með mikið legslímuflakk í kviðarholinu og kringum báða eggjastokkana. Þar sem ég var með svona mikið legslímuflakk þá þurfti stóra aðgerð til að fjarlægja hluta þvagblöðrunnar, skafa af báðum eggjastokkum og brenna burt slímhúðina í kviðarholinu. Venjulega er hins vegar hægt að greina þennan sjúkdóm og fjarlægja hann í sömu aðgerðinni en ég var því miður ekki svo heppin að það væri hægt hjá mér.
Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi og 20-30% þeirra kvenna sem ekki geta átt börn eru með þennan sjúkdóm. Það er ekkert sem bendir til annars en að allt sé í gúddí í þeim málum hjá mér en auðvitað er aldrei hægt að segja til um það fyrr en maður reynir að eignast börn. Til þess að minnka líkurnar á því að ég fái þennan sjúkdóm aftur og til að auka líkurnar á því að ég geti eignast börn þá má ég ekki fara á blæðingar fyrr en ég ætla mér að reyna að verða ólétt. Ég las um daginn grein í Blaðinu um að það væri ekki gott fyrir líkamann að sleppa því of oft að fara á blæðingar en allir mínir læknar eru sammála um það að það geri ekkert til. Þegar pillan er tekin í einni beit eða önnur getnaðarvörn notuð eins þá er sama ástand í líkamanum og þegar maður er með barn á brjósti. Konur í dag fara mun oftar á blæðingar en konur gerðu í gamla daga og læknar vilja nú meina að líkaminn sé ekki hannaður fyrir það að vera alltaf á blæðingum og það sé meðal annars skýringin á því að legslímuflakk hefur aukist. Í denn voru konur svo oft óléttar eða með barn á brjósti að þær fóru ekki nálægt því eins oft á túr eins og konur í dag.
Skilaboðin með þessu öllu hjá mér eru þau að fara alltaf til læknis þegar maður finnur verki, jafnvel þó svo maður átti sig ekki á orsökum þeirra. Ekki trassa hlutina svona lengi eins og ég gerði. Og spjalla við vinkonur sínar því maður veit aldrei hver þeirra reynsla er þegar svona prívat mál eru aldrei rædd. Reynsla þeirra sem eru í kringum mann er oft mun meiri viskubrunnur en vitneskja lækna og það hef ég svo sannarlega fengið að kynnast frá öllum mínum vinkonum sem hafa stutt dyggilega við bakið á mér undanfarið. Takk fyrir það stelpur, þið vitið hverjar þið eruð ;)
Birt af Erla Perla kl. 1:20 e.h. 0 skilaboð