06 júní 2006

Þá er hvítasunnuhelgin liðin og það var lítið brallað að þessu sinni. Ég kíkti í afmæli til Ásu á föstudagskvöldið og það var svaka gaman. En sjúklingurinn ég var farinn heim áður en að stelpurnar fóru í bæinn. Var svo alveg úber þreytt eftir þetta útstáelsi á laugardaginn og var hálf sofandi í vinnunni. Það var svo brunað á Snæfellsnesið í ferminguna hans Sigurgeirs á sunnudaginn og það var frábært að hitta þau öll. En það tók á að sitja svona allan daginn og ég var alveg ónýt í gær. Mætti nú samt í vinnu - maður fær ekkert veikindafrí þegar maður vinnur svona hjá mömmu sinni ;) Lagðist svo upp í sófa í gærkvöldi og horfði á Beverly Hills og Melrose Place. Alveg ótrúlegt að maður skildi hafa legið yfir þessu einu sinni! Ég held að 90's tískan sé margfalt verri en 80's tískan - og maður hélt að ekkert toppaði hana! Klæðaburðurinn á liðinu er bara alveg óendanlega hallærislegur!! Eins og þau voru kúl hérna í denn.....

En jæja, er loksins búin að skila öllum mínum fyrirtækjum í vaskinum og get farið að slappa af og hvíla mig. Er að fara vestur á næstu helgi til að fara á reunion hjá gamla bekknum mínum. Það verður eflaust bara gaman :) Ætla líka að njóta þess að borða ömmumat áður en ég hreinlega hverf af yfirborði jarðar en veikindin hafa tekið sinn toll af kílóunum og ég mátti ekki alveg við því. En þangað til næst, hafiði það gott :)

Engin ummæli: