Jæja, þá er maður mættur í vinnu á mánudagsmorgni eftir vægast sagt annasama helgi. Við systurnar báðar komnar með kennaraprófið í hendurnar og Þórdís mín komin í hnapphelduna. Það er alltaf gaman að fá að vera hluti af einum mikilvægasta degi í lífi fólks og sjá það ljóma af ánægju. Þetta var alveg yndisleg athöfn og skemmtileg veisla og ég vona það bara að ég eigi eftir að fá að upplifa sömu ánægju og hamingju í framtíðinni og þau skötuhjúin.
Annars er það helst að frétta af mér að ég er að fara að flytja! Ég sótti um Búsetaíbúð í seinustu viku af hálfgerðri rælni, skoðaði hana ekki einu sinni fyrir úthlutunina. Svo fékk ég bara íbúðina og fór og skoðaði og þetta er alveg frábær íbúð á mun betri stað en ég bý á núna. Miklu styttra í vinnuna og svo er ég nær fólkinu mínu líka. Svo að minnz flytur í seinasta lagi um miðjan ágúst svo það er óhætt að segja að hlutirnir gerist hratt og breytist hratt þessa mánuðina. Þetta verður að ég held mitt ellefta heimili og ætla ég að gamni mínu að telja upp staðina sem ég hef átt heima á.
Vitastígur 21, Bolungarvík. Hér er ég fædd og bjó fyrstu árin.
Skólastígur, Bolungarvík. Þarna bjuggum við stutt áður en við fluttum uppeftir.
Hjallastræti 24, Bolungarvík. Húsið mitt, þarna bjó ég í 14 ár.
Suðurgata 29, Reykjavík. Okkar annað heimili í bænum, bjó þarna í 5 ár.
Miðholt 3, Mosfellsbær. Hótel Mamma.
Vesturvallagata. Leigði herbergi hér í nokkra mánuði.
Grandavegur. Bjó um stund hjá Öggu minni áður en ég flutti vestur aftur.
Vitastígur 15, Bolungarvík. Fyrsta heimilið mitt sem ég átti ein :)
Bólstaðarhlíð 46, Rvk. Bjó hér fyrstu 2 árin í Kennó, lengst af með Agnesi.
Miðholt 3, Mosó. Flutti tímabundið aftur heim til mömmu.
Miðholt 3, Hafnarfirði. Bjó hér lengst af með Guðjóni.
Laufengi 5, Rvk. Nýtt heimili og ný tækifæri. Flyt ein í Reykjavíkina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli