19 júní 2006

Þá er fyrsti heili vinnudagurinn eftir aðgerðina að verða búin og ég verð að segja eins og er að ég er ekkert að nenna þessu. Skil ekkert í mér að vera búin að ráða mig hérna í heilt ár. En það hefur sína kosti og galla svo sem, verð bara reynslunni ríkari eftir árið. Það verður líka ágætt að komast í rútínu aftur eftir allt þetta veikindastúss. Helgin var nú bara nokkuð viðburðarrík hjá mér, við gæsuðum Þórdísi á föstudaginn og það lukkaðist bara alveg ljómandi vel. Í það minnsta er hún sátt og þá er tilganginum náð :) Ég var bara edrú, var í reddingum allan daginn og var alveg uppgefin þegar ég kom heim en skemmti mér nú samt ljómandi vel. Á laugardaginn var ég svo með smá útskriftarpartý, bara fyrir mína bestustu vini. Það var fámennt en góðmennt og ég kíkti inn á skemmtistað á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn á þessu ári! Við kíktum á Players þar sem Vinir Vors og blóma voru að spila. Ég hef ekki oft djammað þar í gegnum tíðina en ég sá ekki betur en að Players hefði tekið við af Kaffi Reykjavík því liðið þarna var eins og liðið á Kaffi Reykjavík þegar sá staður var að verða shubby. En við skemmtum okkur nú samt vel stöllurnar ;)
Það er svo nóg að gera þessa vikuna, útskriftin á laugardaginn og brúðkaupið líka. Svo er hún Agga mín komin á steypirinn og ég er farin að bíða spennt eins og aðrir.

Eitt sem mig langar að athuga hvort að einhver viti, er ekki bara til ein Vanessa Williams? Ég hef alltaf haldið það en ég er ekki að kaupa það að Vanessa Williams sem leikur í Melrose Place sé THE Vanessa Williams. Veit það einhver???

Engin ummæli: