14 júní 2006

Jæja, þá er önnur tilraun í að tékka sig inn. Var búin að skrifa heilmikið en það datt allt út. Bara gaman að því.. Ég er sem sagt komin til byggða eftir afar viðburðaríka ferð á heimahagana um sjómannadaginn. Ég fór á reunion hjá gamla bekknum mínum og skemmti mér konunglega, annað kvöldið allavegana. Ég hló svo mikið að ég reif nánast upp saumana ;) En það var ekki bara gaman, símanum mínum var stolið í flugvélinni á leiðinni vestur svo minnz var sambandslaus við umheiminn þangað til ég kom suður og fékk lánaðan gamla Motorola símann hennar Rakelar. Það er nú ekki alveg besta græja í heimi en hann verður að duga. Það er hins vegar sárt að vera búin að tapa öllum símanúmerum og myndunum sem voru í símanum þannig að endilega sendið mér númerin ykkar ;)

Tíminn líður alveg svakalega hratt þessa dagana og það eru að verða komnar 6 vikur síðan ég var skorin og bara rétt rúm vika í útskriftina. Ég hlakka mikið til að fá prófskírteinið í hendurnar og er bara nokkuð stolt af sjálfri mér að vera búin að klára þetta, sérstaklega þessa önn, en meðaleinkunnin er loksins komin í hús. Náði 8,04 og er að sjálfsögðu í skýjunum með það. Annars er bara vinna og meiri vinna framundan, þangað til í september en þá ætlum við mæðgur að skella okkur saman í afslöppun til Tyrklands í 2 vikur. Ég ætla sko að njóta þess í botn að liggja í sólbaði og lesa og ætla mér ekki að lyfta litla putta á meðan ég er þarna ;)

Röggi bró er að koma heim með hluta af finnsku fjölskyldunni sinni á föstudaginn og það verður öfga gaman að hitta þau. Hann fer að sjálfsögðu með þau beint vestur í sæluna og mér finnst bara verst að komast ekki með. En jæja, ég ætla að fara að halda áfram að vinna. Komið nóg af þessu bulli í mér ;)

Engin ummæli: