Hrollur inn að beini
Það nísti mig hrollur inn að beini þegar ég opnaði fyrir netið hjá mér í morgun og las fréttirnar. Hef lítið náð að hrista hann af mér í dag þrátt fyrir léttinn sem fylgdi því að vita að ég hefði ekki þekkt mennina sem fórust. Þessa tilfinningu þekkja allir sem aldir eru upp í sjávarplássum eða hafa búið þar. Missir samfélagsins er mikill og ég hef sjaldan kynnst eins miklum samhug og við svona aðstæður. Fólk veit sem er að hver sem er hefði getað verið í sömu sporum og aðstandendur þeirra sem létust.
Hugur minn er fyrir vestan. Ég sendi fjölskyldum þeirra sem fórust mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli