21 mars 2007

Ísland í dag

Hef lítið bloggað af viti undanfarið. Hef varla nennt því. Er að jafna mig á því að formúlan sé að fara á Sýn. Ókeypis eða ekki, þá vil ég bara hafa hana á RÚV. Eins gott að þeir bjóði betur eftir 3 ár. Nóg að gera í vinnunni eins og alltaf og ekkert útlit fyrir að það minnki neitt í bráð. Manni leiðist þá ekki á meðan. Það er alltaf kveikt á Bylgjunni hjá okkur í vinnunni og ég verð að viðurkenna að mér hreinlega blöskrar hvernig fólk leyfir sér að tala um annað fólk. Slökkti á Reykjavík Síðdegis í vikunni því talandinn á fólkinu sem hringdi inn var ótrúlegur. Virtist samt ekki hreyfa mikið við dagskrárgerðarmönnunum, ætli þeir séu ekki ýmsu vanir.

Er alveg búin að fá upp í kok af íslensku samfélagi. Dónaskapnum og uppivöðsluseminni. Ég veit ekki hvar Íslendingar týndu kurteisinni og náungakærleikanum. Ég neita að trúa því að þessir mikilvægu þættir hafi aldrei verið til staðar í íslensku samfélagi. Mér líst betur og betur á það að flytja erlendis þegar ég ákveð að stofna fjölskyldu. Myndi leggja mikið á mig til að aðlagast nýju samfélagi til að börnin mín gætu alist upp við almenna mannasiði. Já, ég er ekkert voðalega hrifin af Íslandi í dag...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvert á ég að koma til að passa?
Myndir þú borga farið?

Erla Perla sagði...

Uss, þið flytjið bara líka. Það verður svo gott að vera með börn þarna.

Nafnlaus sagði...

Og hvar í útlöndum heldur þú að sé barnvænt samfélag?

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla
Jæja ég er að prófa vonandi gengur þetta núna
Kolla

Erla Perla sagði...

það eru mörg lönd fjölskylduvænni en ísland og flestar þjóðir eru framar í mannasiðunum en við.

góð kolla ;)