19 október 2007

Að búa einn

Mér finnst ágætt að búa ein en nokkuð reglulega finnst mér það alveg svaðalega pirrandi og reyni að lokka gott fólk í heimsókn til mín. Kvöldið í kvöld er einmitt svoleiðis. Ástæðan? Jú, ég var að skipta á rúminu og mig vantar einhvern í heimsókn til að hjálpa mér að brjóta.

Annars er allt fínt að frétta úr kotinu. Enn eitt árið búið að bætast í sarpinn en ég samt bara 24. Sumt breytist aldrei. Svo eru ýmsar pælingar í gangi sem ég ætla að hafa sem fæst orð um þangað til þær fá á sig endanlega mynd. En það verða þó breytingar, það er nokkuð ljóst. Svo er margt skemmtilegt framundan. Masterinn í NLP, jóganámskeið, elítuhittingur, námskeið hjá Rauða Krossinum og nóg af verkefnum hjá Endósamtökunum. Svo ekki leiðist mér þó svo að það hafi enn enginn bankað upp á sem passar við mig eins og flís við rass.

En mig vantar samt einhvern í heimsókn til að hjálpa mér að brjóta. Helst áður en það verður kominn tími til að skipta á rúminu aftur.

Engin ummæli: