30 október 2007

Góðir Gíslar

Mig langar að benda á góðan pistil á síðu Ólínu Þorvarðardóttur um nafnana Gísla á Uppsölum og Gísla Hjartar sem báðir hefðu átt stórafmæli um þessar mundir ef þeir hefðu lifað. Ég stúderaði líf Gísla á Uppsölum nokkuð þegar ég var í Kvennó og ævi hans var meginuppistaðan í stúdentsritgerðinni minni. Merkur maður þar á ferð. Gísli Hjartar var góður fjölskylduvinur og ég var ekki há í loftinu þegar ég fór fyrst á Hornstrandirnar undir hans leiðsögn og þær voru margar stundirnar sem við í fjölskyldunni áttum með honum þar. Ekki síðri maður þar á ferð.

Blessuð sé minning þeirra beggja.

Engin ummæli: