Gjafapappír
Ég hef verið soldið í því að gefa afmælisgjafir undanfarið. Þá þarf maður að kaupa gjafapappír til að pakka herlegheitunum inn eða jafnvel kaupa gjafapoka og sleppa við allt límbandið. Ég keypti gjafapoka um daginn og hann kostaði á við helminginn af gjöfinni. Ég passaði mig á að skrifa ekki á miðann sem var fastur við svo að viðkomandi gæti pottþétt notað hann aftur. Núna stend ég í því að pakka inn afmælisgjöf sem er í stærra lagi og kemst því ekki í gjafapoka. Þar sem ég á ekki gott með að komast í búðir fram að afmælinu og hef ekki mikinn tíma til að dúllast við innpökkun fór ég í Mál og menningu til að kaupa pappír undir herlegheitin eftir jógatímann áðan.
Þar var til úrval af pappír. Litríkum og fallegum og í 99% tilfella ætluðum 10 ára og yngri. Spiderman, Latibær og aðrar fígúrur skörtuðu sínu fegursta á pappírnum. Jafnvel þó svo að tilvonandi afmælisbarn sé ungt í anda þá var Spiderman ekki alveg við hæfi. Ég greip því rúllu sem hentar afmælisbörnum á besta aldri og dreif mig að kassanum. Var að spá í að spurja bólugrafna unglinginn á kassanum hvort að hann ætti ekki vaselín til að deyfa sársaukann þegar hann sagði mér hvað þetta kostaði. Tvö þúsund krónur fyrir eina rúllu af gjafapappír og eitt stykki kort. Það hlýtur að vera svona tilfinningin að láta taka sig í ósmurt - afsakið orðbragðið.
5 ummæli:
Ég passaði mig á að skrifa ekki á miðann sem var fastur við svo að viðkomandi gæti pottþétt notað hann aftur ......
Þetta er nú það nánasarlegasta sem ég hef séð lengi frænka .....
Já finnst þér það? Þetta heitir nýtni heima hjá mér.
Mikið er ég sammála þér Erla með verðið á þessu. Hefur þú þá pælt í því hvað kort kostar? Það er alltaf gaman að gefa fallegann pakka með fallegu korti. Ef maður kaupir pappírinn og kortið sem manni finnst fallegt og án þess að skoða verðið slagar sá kostnaður oft hátt upp í kostnað gjafarinnar.
Til að slá Jón Eggert út af laginu þá er spurning um að fara pakka inní Hagkaupsblaðið eða fréttablaðið, og nota framhliðina á gömlu korti ;o)
Ég á sko færsluna hér fyrir ofan, kann ekki við annað en að skrifa undir nafni en gleimdi að setja það undir áðan :o)
kv. Ella
Já þetta er alveg fáránlegt verð á einnota hlutum. En maður vill gefa fallegar gjafir og kort svo maður lætur sig samt hafa þetta. Hefði samt frekar viljað eyða minna í þetta og gefa veglegri gjöf í staðinn. Sé nefnilegast ekki á eftir peningunum mínum þegar þeir fara í þá sem mér þykir vænt um.
Skrifa ummæli