Fræðslufundur
Samtök kvenna með endómetríósu halda fræðslufund annað kvöld í Hringsal LSH við Hringbraut kl. 20. Efni fundarins er næring og áhrif hennar á endómetríósu. Bertha M Ársælsdóttir, næringarfræðingur við kvennadeild LSH, og Birna Imsland hómópati munu flytja erindi á fundinum. Allir áhugasamir eru velkomnir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli