Bonjour Islande
This is Brussels calling. Ágætt að frétta héðan eins og venjulega og alltaf nóg að gera. Tíminn hefur verið undirlagður af fyrstu ritgerð vetrarins sem á að skila á föstudaginn. Ég er búin með akkúrat 700 orð af 2000 svo þetta gengur alveg. Ég þyrfti helst að klára ritgerðina á morgun því það er busy vika framundan svo það ætti að vera ljóst hvað ég verð að gera á helginni.
Á dagskrá næstu vikuna er ferðin til Ypres þar sem haldið verður upp á það að 90 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, skoðunarferð í Evrópuþingið, Negotiation og meira negotiation og enn meira negotiation. Þegar þessari negotiation lotu lýkur á næsta laugardag eru svo Mugison tónleikarnir. Verður vonandi góður endir á annasamri viku.
En jæja, ritgerðin býður eftir mér. Au revoir þangað til næst.
1 ummæli:
Sæl frænka
Gaman að fylgjast með þér og gengi þínu úti í hinum stóra heimi. Kíki reglulega á bloggið þitt og er alltaf jafn hissa á hversu fáir kvitta. En það eru kannski fleiri eins og ég, lélegir að kvitta, þannig að það er best að láta verða af því einu sinni:) Allt gott að frétta úr Víkinni þinni kæru, hitti ömmu þína alltaf reglulega, langoftast í sundlauginni, alltaf jafn hress þessi elska. Hafðu það sem best.
Kv. Sólrún.
Skrifa ummæli