Mamma er ekki sú eina sem á afmæli í dag því að hún Magga amma, sem langömmukerran mín er jafnan kennd við, hefði orðið 100 ára í dag hefði hún lifað. Hún fæddist á Litlabæ í Skötufirði en Litlabæ má sjá á myndinni hérna fyrir ofan. Af þessu tilefni verður ættarmót hjá afkomendum Möggu ömmu og Sigurgeirs afa í sumar og vonandi næ ég að mæta þangað. Annars er ég viss um að Magga amma er með mér og kerrunni í anda þó svo ég sé komin ansi langt frá Vestfjörðunum.
Megi guð blessa minningu Möggu ömmu og Sigurgeirs afa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli