Allt Crazy in da Brainhouse
Jæja, þá er ritgerðin loksins orðin tilbúin í yfirlestur og ég get farið að anda léttar :-)
Dótið mitt var svo sótt í dag svo það er algjört spennufall í augnablikinu. Samskip klikkaði reyndar big time. Það var samið um að ég fengi 2ja daga fyrirvara á því hvenær dótið yrði sótt. Þar sem skipið fer á þriðjudaginn var ég nokkuð viss um að það yrði í þessari viku og var því í startholunum. Þegar ég hafði hinsvegar ekki heyrt orð frá Samskipsmönnum í gær ákvað ég að senda þeim póst og athuga hvenær þeir ætluðu eiginlega að koma. Fékk símtal nokkrum mínútum seinna þar sem þeir spurðu hvort þeir mættu ekki bara koma núna klukkan 3 - eftir tæpa 2 tíma... Ég held að gaurinn hafi áttað sig á því hversu skammur fyrirvari það var þegar ég spurði hann hvort hann væri í alvörunni að gefa mér 2ja TÍMA fyrirvara í staðin fyrir 2ja DAGA fyrirvara. Hann bauðst þá til að senda bíl seinnipartinn í dag en gat ekki gefið mér upp klukkan hvað.
Ég átti ekki von á öðru en að það yrði hringt með einhverjum smá fyrirvara til þess að láta mig vita hvenær bíllinn kæmi - ég meina, ekki ætluðu þeir mér að bíða með allt dótið niðrá gangstétt í allan dag? - og var bara í rólegheitunum þegar dyrabjallan hringdi og bíllinn var bara kominn - og klukkan rétt rúmlega 12! Greyið bílstjórinn vissi greinilega minna en ég svo ég dreif allt dótið niður og hann hjálpaði mér að raða í bílinn og við reyndum að gera gott úr þessu. En þetta var verulega óþægilegt og Samskip fær klárlega falleinkunn fyrir þetta.
Svo er bara allt vitlaust á Klakanum eftir að þingið samþykkti að sækja um ESB. Ég er nú alveg skýrt og skorinort á móti aðild Íslands að ESB en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessi læti. Þessi leið sem ríkisstjórnin valdi var fyrirsjáanleg málamiðlun vegna mismunandi afstöðu flokkanna til ESB og alls ekki óásættlanleg sem slík. Það er allt viðræðuferlið eftir fyrir utan þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa um samninginn og það er nú bara ekkert gefið með það að við fáum samning sem þjóðin samþykkir. Mér finnst þetta því ekki vera neinn sorgardagur í Íslandssögunni. Þetta er bara eðlilegt og fyrirsjáanlegt skref sem kannanir hafa nota bene sýnt að er meirihluti fyrir (Meirihluti vill aðildarviðræður til þess að sjá hvað ESB býður uppá þó svo að meirihluti hafni samt aðild). Ég spái því nú samt að við eigum eftir að taka Noreg á þetta og fella samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá getum við farið að tala um stóra daga í Íslandssögunni.
En allavegana, það er spennufall dauðans í höfuðborg Evrópu í dag. 10 dagar í Klakann og 14 dagar í Þjóðhátíð. Það er ekki laust við að það sé kominn fiðringur ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli