01 júlí 2009

Meltdown

Þriðja daginn í röð er sól og blíða og tæplega 30 stiga hiti hérna í Brussel. Maður hreyfir sig ekki án þess að svitna og heilinn er bókstaflega soðinn. Ég hef ekki náð að skrifa mikið í dag en 1/10 er samt að verða kominn í hús. Ég er ekki strand efnislega séð, mig vantar bara loftkælingu til þess að fá kjör vinnuaðstæður! Þar sem það var orðið dáldið mikið kaos á eldhúsborðinu hjá mér (sem ég læri við) þá nýtti ég daginn til þess að stækka borðið og flokka heimildirnar. Vinnusvæðið er því orðið mun vistlegra og ég er búin að hafa til heimildirnar sem ég þarf að byrja á því að nota á morgun. Stefnan er að ritgerðin verði klár í yfirlestur 17. júlí og það væri vel þegið að fá að vita af einhverjum sem er mjög góður í ensku og er tilbúinn til þess að lesa yfir fyrir mig gegn einhverri smávægilegri greiðslu eða góðum glaðningi ;-)

En þrátt fyrir hitann er allt á áætlun. Ég ætla að vera komin að greiningunni á case study-unum sem ég nota á helginni og nota svo megnið af næstu viku í greininguna sjálfa. Ég krossa samt fingur fyrir kólnandi veðri og helst rigningu. Það má svo koma svona bongóblíða aftur seinustu vikuna mína í Brussel. Þá verður ritgerðin mín prentun og innbindingu, dótið mitt komið í skip á leiðinni heim og ég fæ nokkra daga til þess að chilla áður en alvara lífsins tekur við á Djöflaeyjunni. Það er svo bara vonandi að veðurguðirnir verði við þessum óskum. Þá væri lífið nú ljúft!

Engin ummæli: