05 júlí 2009

Bara 3 vikur eftir!

Jæja, þá eru bara 3 vikur eftir hérna í höfuðborg Evrópu. Þrátt fyrir hitabylgjuna sem var í vikunni þá er ritgerðin á áætlun. Inngangskaflarnir eru búnir og komið að meginuppistöðu ritgerðarinnar sem er greining á tveimur ethnographic rannsóknum á adult literacy. Ég áætla ca. 6.000 orð í þetta og ætla mér að vera klár með þennan pakka á næstu helgi. Þá hef ég rúman tíma í seinustu 2500 orðin sem eru bara samantekt og niðurstöður þannig að ég stefni ennþá ótrauð á að senda ritgerðina í yfirlestur 17. júlí. Ég er búin að panta prentun og innbindingu og þeir lofa mér því að þeir verði eldsnöggir að þessu enda hásumarið ekki annatími á kampusnum. En það er nokkuð ljóst að það verður nóg að gera fram að 17. júlí því dótið mitt verður sótt í þeirri viku líka svo ég þarf að fara að byrja á því að pakka niður. Alltaf jafn skemmtilegt....

Það er ekki laust við að það sé kominn fiðringur í mann yfir því að þetta sé allt að verða búið og komast loksins heim. Þetta eru auðvitað mikil tímamót og alls ekki ljóst hvað tekur við heima á Klakanum. En ég er sátt við að kveðja Brussel þó svo mér sé búið að líða vel hérna og hafi aft afskaplega gott af því að búa í útlandinu. Dvölin hefur oft á tíðum verið meiri skóli en skólinn sjálfur en svoleiðis er það bara. Þetta er dýrmæt reynsla sem fer beint í bankann og gerir mann sterkari. Það verður svo næsti áfangi í skóla lífsins að takast á við óvissuna sem fylgir því að koma heim í ástandið þar. En lífið er fullt af tækifærum - maður þarf bara að koma auga á þau og nýta þau og með því hugarfari fer ég heim á Djöflaeyjuna. Bestu kveðjur úr Brusselborg þar sem hitastigið er loksins, loksins að verða "eðlilegt". Þangað til næst.

Engin ummæli: