24 júlí 2003

Jamm og jæja, ég ætlaði víst að vakna á skikkanlegum tíma í dag og vera svaka dugleg.. Ég vaknaði nú reyndar snemma. Það er eitthvað verið að vinna bak við blokkina mína og ég vaknaði við bölvuð læti kl. hálf 9.. Ekki ánægð eins og kannski gefur að skilja.. En ég sofnaði nú aftur og var alveg vöknuð um tíuleytið en nennti ekki fram úr og sofnaði aftur :p Svo var bara allt í einu komið hádegi og þá loksins drattaðist ég á lappir. Fljótlega eftir það var hringt í mig til að segja mér fréttir. Það er víst búið að kæra þrjá stráka hérna fyrir nauðgun. Það er nú búið að ræða fátt annað hérna í dag og ég verð að viðurkenna það af öllu því sem ég hef heyrt þá vil ég leyfa strákunum að njóta vafans þangað til annað sannast. Að sjálfsögðu veit maður ekkert hvað gerðist þarna og er í engri aðstöðu til að dæma nokkurn mann - en miðað við sem maður heyrði eftir þessa helgi sem nauðganirnar eiga að hafa átt sér stað þá gengur dæmið ekki alveg upp miðað við þessar kærur. Ég sendi bara allar mínar hlýju hugsanir til mæðra (já og pabba) strákanna sem hér eiga að máli. Stelpan á líka alla mína samúð því hvort sem hún er að fara með rétt eða rangt mál þá á hún bágt.

Jæja, bara 9 dagar í Eyjar - 6 dagar þangað til að ég fer suður og bara 1 dagur í að ég fái svaka skemmtilegan gest :) Það stefnir allt í svaka skemmtilega helgi þó svo ég verði að vinna á föstudagskvöldið. Yndið mitt hún amma ætlar að vinna fyrir mig á laugardaginn og sunnudaginn svo ég ætla að njóta þess í botn að kúra hjá gestinum mínum og hafa það huggulegt. (jæja, elskan mín, þá er búið að minnast á þig á blogginu. Þú verður bara að sætta þig við að ég ætla að fá að hafa þig bara fyrir mig til að byrja með ;)

Engin ummæli: