Jæja, þá er komin vika síðan ég bloggaði síðast og ég er barasta að fara til Eyja á morgun!! Ótrúlegt en satt. Amma gamla fór á Þjóðhátíð í gær ásamt þeim heiðurshjónum Dísu og Pétri. Mér skilst á þeim að það sé allt að verða tilbúið og ég er farin að hlakka mikið til :) Núna er ég bara að slæpast í Reykjavíkinni, bíllinn minn er í þrifum og ég er svona nokkurn vegin búin að redda því sem ég þarf að redda. Á bara eftir að sækja bílinn og kíkja á hana Öggu Pöggu Pí niðrá Metz. Ætla svo í ljós með mömmu á eftir og hitta svo liðið sem verður samfó í Herjólfi á morgun. Það virðist ætla að sannast það sem ég er búin að vera að tönglast á lengi - það verður gott veður á Þjóðhátíð. Allavegana er spáin góð, aldrei að vita nema maður verði í sólbaði hjá Magga og Sísí eins og fyrir tveimur árum.
Annars er bara mest lítið að frétta af mér. Ég er komin með kvef og hálsbólgu - sem verður reddað með koníaki annað kvöld ef ég verð ekkert farin að skána þá. Það er allavegana ekki fræðilegur að ég leggist í flensu yfir sjálfa Þjóðhátíðina. Annars svíf ég bara á mínu bleika skýji og brosi hringinn. Lífið er eitthvað svo yndislegt núna :)
Þjóðhátíðarsagan kemur eftir helgi. Hafið það öll gott yfir helgina hvar sem þið verðið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli