05 júlí 2003

Ji, ég er svo stolt af mér. Ég var alveg að klúðra síðunni minni í seinustu viku og var orðin nett pirruð, kunni ekkert á þetta. Svo er ég bara búin að laga þetta alveg sjálf!! Ég spurði reyndar Baldur Smára að því hvernig ég fengi íslensku stafina inn aftur - og það reyndist vera afar auðvelt verk... Að sjálfsögðu... En linkarnir eru allir komnir inn og gestabókin og ég gat sett inn teljara. Ég skildi reyndar ekkert í teljari.is - ekki nógu imbaproof síða! Þannig að ég náði bara í teljara á bravenet. Ég þarf bara að vita hvernig ég skíri gestabókarlinkinn minn "Gestabók".. Spyr Hjördísi eða Þórdísi að því þegar ég hitti þær næst á msn. Annars verð ég að viðurkenna að ég man ekki slóðina á síðunni hennar Öggu. Set hann inn seinna þegar ég er búin að spjalla við Öggu Pöggu Pí.

Annars er það helst að frétta að ég er að vinna og svo vinn ég stundum meira. Á fríhelgi núna. Kolla er hérna með gríslingana og verður í hálfan mánuð. Svo eru mamma og Rakel hérna yfir helgina. Þannig að það er meira en nóg að gera og enginn friður. Ég er orðin ansi þreytt á þessu vinnu stússi, hefði greinilega þurft að taka mér nokkurra daga frí eftir skólaslit. En ég hvíli mig bara í haust.

Bara 28 dagar í Þjóðhátíð!! Ég er búin að fá miðana í dallinn senda, þá er bara að fara í Ríkið og kaupa miðann í dalinn. Ég heyrði Þjóðhátíðarlagið í dag. Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig mér líst á það. Það á eflaust eftir að venjast vel en mér finnst það einhvern vegin ekki nógu ,,þjóðhátíðarlegt". En maður verður nú að vera jákvæður og gefa því sjens.

Sigrún föðursystir og maðurinn hennar ætla að koma hingað vestur seinnipartinn í júlí. Það verður gaman að fá þau í heimsókn. Annars hugsa ég að ég fái ekki fleiri heimsóknir hingað vestur. Ég er alveg búin að gefa upp vonina á þessum vinum mínum. Mér finnst það alveg stórmerkilegt hvað þeim finnst langt vestur en stutt suður fyrir mig. En ég ætla ekki að tjá mig frekar um það hér - ég gæti móðgað einhvern.

Það er búið að bjóða mér og Jóa góða íbúð upp í Breiðholti. Hann og mamma fara vonandi að skoða hana á sunnudaginn. Ef okkur líst vel á tökum við hana náttúrulega. Ég vona eiginlega að það gangi upp, langar að fara að hafa það alveg öruggt hvar ég kem til með að búa næsta vetur.

Jæja, er búin með einn bjór og þreytan farin að segja til sín. Er að spá í að fara að koma mér í háttinn og njóta þess að sofa út í fyrrramálið!

Engin ummæli: