29 september 2003

OMG!!!!! Ég er í upplýsingatækni og það er í alvörunni verið að kenna okkur að nota google...... Kennarinn er í alvörunni að afsaka sig á því hvað hann þarf að fara HRATT yfir efnið. Ég get verið frekar mikið tölvuvitlaus en vá - þetta kann ég nú. Ég sem var að passa mig á því að mæta í tímann því að ég kann ekkert á tölvur - hélt að það væri slæmt fyrir mig að missa úr....

Annars er hérna einn góður brandari sem að góður vinur minn sendi mér á msn - hann er að reyna að halda mér vakandi í gegnum tímann...


One day two boys were walking through the woods when they saw some rabbit shit. One of the boys said, ''What is that?''
''They're smart pills,'' said the other boy. ''Eat them and they'll make you smarter.

So he ate them and said, ''These taste like shit.''

''See,'' said the other boy, ''you're already getting smarter.''



Jæja, það eru bara rúmar 10 mínútur eftir af tímanum... Ég er alveg viss um að þessi maður á ekkert líf og enga vini - nema kannski einan, hehe - ætla ekki alveg að útskýra þennan. Hann varð til í steiktum stærðfræðitíma hjá mér og Ásu :p Það er í alvörunni enginn að fylgjast með - og við sem ætlum að verða kennarar!! Það mætti halda að við ættum að vera perfect nemendur og skilja kennarann öfga vel - en þetta kennir okkur það að ef maður er leiðinlegur þá hlustar enginn á mann... eða eitthvað..

Annars er bara fínt að frétta. Sofie flutti inn í gær. Ég var alveg óvart frekar þunn - allt Öggu og Agnesi að kenna. Þær drógu mig út á svaðalegt djamm á laugardagskvöldið - og ég kann náttla ekkert að segja nei :p Það var náttla bara hrunið í það og margt skemmtilegt rifjað upp. Ég og Agnes lögðumst í símavændi (erum ekkert að svara í 900 númer, verðum bara símaglaðar í glasi :p) og ég er að vona að ég hafi ekki komið mér í klandur :p Ég heyrði í Rögga bró sem var líka að djamma - bara í örlítið heitara loftslagi. Spjallaði við spænskan vin hans sem sagðist ætla að giftast mér því að bróðir minn talaði svo vel um mig!! Mér fannst það frekar fyndið. Þarf að sjá hann einhvern daginn. Aldrei þessu vant var það Agga sem fór ofur ölvi heim fyrst af okkur. Ég held barasta að ég hafi aldrei séð það gerast áður. Ég var hins vegar mjög settleg og hafði vit fyrir okkur :p alveg satt!! Ég man allavegana hvar við enduðum Agnes ;) :p

Jæja, tíminn er aaaalveg að verða búinn. Daddara, massa blað. Vonandi vakna ég á leiðinni heim svo ég verði spræk í að læra eitthvað. Ble ble

26 september 2003

Jæja, það er víst alveg komin tími á að reyna að segja eitthvað af viti hérna. Hef verið alveg rosalega lélegur bloggari undanfarið. Núna er ég alveg svakalega dugleg. Dreif mig upp á skrifstofu hjá mömmu eftir skóla og er að nota föstudagseftirmiðdaginn í að læra!!! Er búin að vera að lesa í Menningu og samfélag og ákvað að taka mér pásu þegar ég var hálfnuð með eina greinina sem ég þarf að lesa. Hún er nefnilegast ekkert lítið leiðinleg. Ég er ekki alveg að fatta hvað mér finnst þessi kúrs leiðinlegur - eins og mér fannst gaman í félagsfræði í menntó. Það er reyndar allt of mikið lesefni í þessum kúrs miðað við að hann er bara 2 einingar - svo er kennarinn ekki sá skemmtilegasti. En ég er eiginlega búin að ákveða að vera ekkert of dugleg að mæta í fyrirlestra í þessum kúrs, get alveg eins notað tímann í eitthvað skynsamlegra en að sofa í tímum. En þá þarf ég líka að vera mjög dugleg að lesa heima og setja mig inn í málin.

Annars gengur bara vel í skólanum. Ég er að bíða eftir að fá niðurstöður matsnefndarinnar á sálfræðináminu mínu. Hvað ég fæ metið og hvað ekki. Það átti að koma í dag en var ekki komið þegar ég var búin í skólanum. Kemur örugglega á mánudaginn.

Röggi bró er núna í fríi á Spáni. Er alltaf að senda mér sms til að segja mér hvað það sé heitt og gaman hjá honum. Þá kann maður svo sannarlega að meta það að vera heima hjá sér að læra á meðan úti er skítakuldi eða rigning... Sólbað, djamm og strendur er sko ekkert að höfða til manns núna......

Á morgun fer ég á fyrsta mentorafundinn minn. Ég sótti um að vera mentor grunnskólabarns í verkefninu vinátta - hægt að lesa meira um það á http://www.vinatta.is. Mér finnst þetta rosalega spennandi - og ekki spillir fyrir að maður fær 3 einingar fyrir verkefnið, sem ætti að geta létt á námsálaginu hjá manni eitthvert misserið.

Jæja, ég er frekar tóm í haus eitthva - eins og vanalega kannski :p - og ætla að fara að henda mér aftur í námsbækurnar. Ble ble

23 september 2003

Þessi er stolinn frá Baldri Smára - en hann er bara alveg snilld :)

Tveir sveitalubbar, Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.

Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.
"Hvað er rökfræði?" spyr Jói.
Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"
"Hana á ég," svarar Jói.
"Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn.
"Mjög gott," segir Jói hrifinn.
Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús."
Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!"
"Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu."
"Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!"
"Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn.
"Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði."
Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.
"Hvaða fög tekurðu?" spyr Siggi.
"Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói.
"Hvað í veröldinni er rökfræði?" spyr Siggi.
"Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?" spyr Jói.
"Nei."
"Þú ert hommi er það ekki?"

22 september 2003

Alveg er ég ekki að standa mig gagnvart afmælisbörnum mánaðarins :( En þá er bara að bæta úr því ;)

Haukur Örn, mágur minn, átti afmæli 9. september. Til hamingju með það!

Röggi bró var 22 ára á föstudaginn - til lukku með það að vera alveg að ná mér í aldri! Við verðum bara jafn gömul sýnist mér á næsta ári :p

Svo var hún Karen Líf frænka mín 5 ára í gær. Innilega til hamingju með daginn krús!!

19 september 2003

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Ég fattaði það þegar ég var búin að blogga seinast að ég gleymdi alveg aðalfréttunum. Ég er komin með nýjan meðleigjanda. Jói bailaði - eins og kannski var við að búast. Ég var frekar stressuð næstu daga á eftir hvort að þetta myndi allt reddast fyrir næstu mánaðamót. En viti menn, þetta reddaðist allt. Sveinbjörn - sem mamma vinnur með - benti mér á frænku sína en áður en að hún hafði samband var ég á spjalli við Sofie vinkonu mína á msn og hún fer að spurja mig hvort ég viti um e-ar íbúðir til leigu með húsgögnum á góðum stað. Ég hafði náttúrulega ekki hugmynd um neitt slíkt en sagði svona í gamni að ég hefði nú aukaherbergi og vantaði meðleigjanda. Þetta er náttúrulega alveg tilvalið fyrir okkur báðar og alveg frábært að fá meðleigjanda sem maður þekkir. Var komin með í magann yfir að þurfa kannski að leigja með einhverjum sem ég þekki ekkert. Sofie flytur ekki inn fyrr en 28. sept þannig að ég hef íbúðina fyrir mig þangað til, eins gott að reyna að njóta þess! Annars verður ágætt að fá smá félagsskap, sérstaklega á kvöldin og svona. Mér er búið að leiðast frekar mikið undanfarið.

Annars gengur bara vel í skólanum. Ég hef reyndar verið lítið dugleg að læra þessa vikuna. Hef bara verið í algjöru óstuði. Þarf reyndar bara að taka skúrk í upprifjun í þroskasálfræði. Annað er á réttu róli. Þyrfti samt eiginlega að taka sunnudaginn í það sem þýðir að ég kemst ekki í afmælið hjá Karen. Ætlaði að reyna að mæta í það. Annars stefnir allt í hörkudjamm á morgun. Bekkjarpartý og partý hjá Rögga bró. Kvinnurnar í bekknum ætla meira að segja að skella sér í bæinn eftir partý - af því að það er svo móðins :p Á laugardaginn á ég svo að passa spiderman. Dagný og Haukur koma að vísu ekki með hann fyrr en um 4 þannig að maður fær smá tíma til að jafna sig á þynnkunni :p Á sunnudaginn ætlaði ég semsagt að skreppa á Grundarfjörð en það stefnir allt í að Hlaðan fái að njóta mín þann daginn.

Jæja, ætla að fara að sofa í hausinn á mér. Busy dagur á morgun.. Ble ble

16 september 2003

Jæja, nú er ég hætt þessu prófastandi. Er búin að vera að láta mér leiðast í uppeldisvísindum. Ætla að taka mig á og fylgjast með....

Aphrodite
Aphrodite/Eros


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

Sweet Dreams
"Sweet Dreams" (by Eurythmics)
Sweet dreams are made of this
Who am I to disagree?
Travel the world and the seven seas
Everybody's looking for something
Some of them want to use you
Some of them want to get used by you
Some of them want to abuse you
Some of them want to be abused


Which 80's Song Fits You?
brought to you by Quizilla

On a scale of 1 to 10 you are a 2. You can be cruel
if you want to be, but usually you are normal
and probably often a good person.face="Georgia" size="+1">
To improve your level of evil and become a
Vampire
CLICK HERE
to join the game.



How Evil Are You?
brought to you by Quizilla

Daddara mér leiðist!!!!! Er í tíma í Mál og ritþjálfun - tveggja tíma fyrirlestur um heimildaskrár..... Þarf ég að segja mikið meira!! Ég ætla rétt að vona að ég fái Vinnulagið úr Háskólanum metið svo ég geti sleppt því að mæta í þessa tíma. Ég fæ að vita það um mánaðamótin hvað ég fæ metið úr sálfræðinni - það er bara vonandi að það verði sem mest!

Annars er nú bara mest lítið að frétta af þessum bænum. Ef það hefur verið eitthvað að frétta þá er ég barasta búin að gleyma því :p Ég fór á djamm með kennaranemum á föstudaginn. Þá var nemendadagur hér í skólanum. Við mættum öll hingað kl. 2 og var tekið á móti okkur með bjór og skoti. Síðan lá leið okkar á Laugarvatn. Þar var farið í leiki, grillað og svo var fjörusöngur áður en lagt var af stað í bæinn. Fólk var nú í misjöfnu ástandi þegar við komum í bæinn um 10-leytið en sem betur fer höfðum við gellurnar í 1.B vit á því að sötra bjórinn hægt þangað til við komum í bæinn. Við vorum því með þeim fáu sem dugðu á djamminu eitthvað frameftir. Anyways, þetta var svaka gaman og hristi vel saman þá sem mættu. Það verður svo bekkjarpartý á föstudaginn og þá á hann ástkær bróðir minn líka afmæli þannig að það stefnir allt í svaðalegt djamm þá :D Reyndar gæti verið að ég þyrfti að vinna á laugardaginn og þá verður edrúdjamm - en við sjáum hvað kemur út úr því.J Já, svo var systir mín að minna mig á frænkudaginn sem er á laugardaginn. Þá stefnir allt í bryggjurúnt, rúnt út á flugvöll, bílaleiki, Shrek og fleira skemmtilegt með honum litla frænda mínum. Eins gott að vera ekki of þunnur í því!

Svo á Karen Líf frænka mín 5 ára afmæli á sunnudaginn og það er spurning hvort maður geti skellt sér smá rúnt á Grundarfjörð. Þarf að sjá hvernig vinnumál og lærdómsmál þróast yfir helgina áður en það kemur í ljós.

Jæja, núna er að byrja áhugaverðari tími heldur en áðan. Inngangur að uppeldisvísindum. Reyndar basic uppeldisfræði úr menntó en ágætt að rifja þetta upp. Later

10 september 2003

Alveg finnst mér makalaus þessi umræða um þingmennina og löghlýðni þeirra sem virðist vera að tröllríða öllu núna. Þau lögbröt sem þeir virðast hvað helst hafa framið eru - svona eins og hjá öðrum í landinu - eru umferðarlagabrot. Mér finnst það alveg gjörsamlega út úr kú að ætlast til þess að þingmenn tilkynni um það í hvert einasta skipti sem þeir eru sektaðir fyrir of hraðann akstur. Ölvunarakstur er kannski annað og alvarlegra mál - en samt einkamál hvers og eins þingmanns. Eða er það ekki? Mér finnst það ekki hægt að ætlast til þess að þeir haldi lögin eitthvað súper betur en allir aðrir einfaldlega af því að þeir setja þau. Það er nefnilegast þannig að þingmennirnir okkar eru mennskir - en ekki einhver ofurmannleg fyrirbæri sem eru fullkomin í alla staði. Fyrir utan það þá eru þeir miklu meira á ferðinni um landið heldur en hinn almenni borgari og þar af leiðandi ættu að vera meiri líkur á því að löggan stoppi þá.

Reyndar finnst mér ekki eðlilegt að sitjandi þingmenn séu í fangelsi eins og raunin er núna og finnst alveg stórmerkilegt að maður með yfirvofandi fangelsisvist á bakinu sé kosinn inn á þing. En að ætla að þyngja refsinguna hans af því að hann ók 15 km yfir hámarkshraða fyrir einhverjum árum er alveg fáránlegt. Það fær mann eiginlega til að hugsa hvort að Ríkissaksóknara sé eitthvað óvenju illa við þennan tiltekna mann. Að hann skuli einblína svona rosalega á þvílíkan tittlingaskít er alveg með ólíkindum.

Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þetta mál og m.a. sagt frá því að öllum þingmönnum hefði verið sendar þrjár spurningar og þar á meðal hvort þeir hefðu e-n tíman gerst brotlegir við lögin minnir mig. Stærsti hluti þingmanna svaraði ekki þessum spurningum en þeir sem svöruðu höfðu keyrt of hratt. Þeir sem ekki svöruðu voru taldir upp eins og þeir væru þar með settir í skammarkrókinn. Mér fannst þetta hálf tilgangslaust og hallærislegt hjá fréttastofunni. Verð bara að viðurkenna það. Það hefur tíðkast í stjórnmálum á Íslandi að leyfa fólki að hafa sitt einkalíf fyrir sig og ég sé ekki alveg pointið með að fara að breyta því.
Það kom þarna fram að pabbi hefði ekki svarað þessum spurningum. Mér finnst það ekkert skrýtið að kallinn hafi ekki viljað svara þessu. Hann kæmi út eins og stórglæpon með allar sínar hraðasektir. Hann var meira að segja áskrifandi hjá Löggunni á Ísafirði á tímabili :p

08 september 2003

Jæja, þá ætla ég að fara að reyna að blogga eitthvað af viti hérna. Er búin að vera geðveikt löt við þetta og hef einhvern vegin ekkert haft að segja undanfarið. Hef líka lítið verið að fylgjast með þjóðlífinu undanfarnar vikur. Var af einhverjum undarlegum ástæðum sem ekki verða raktar hér ekki með sjónvarp fyrr en á síðustu helgi :p Saknaði þess reyndar lítið fyrr en ég fékk það aftur. Algjör draumur í dós að geta horft á Skjá einn!! Núna var að byrja þáttur sem heitir Fastlane - sexy gæjar og flottir bílar - verður varla betra en það :p

Ég fór að djamma á helginni með henni Öggu pöggu pí. Ég er bara alveg komin úr æfingu að djamma með henni og endaði þar af leiðandi algjörlega á rassgatinu.. Við þurfum að vera duglegar að djamma svo ég geti náð upp áfengisþolinu mínu aftur. Ég þarf líka að finna góða leið til að snúa á hana þegar við erum báðar komnar í glas - þá er hún nefnilegast með það á heilanum að fá mann til að drekka meira þó svo maður segist löngu vera búinn að fá nóg. Ég kom mér samt hjá því að drekka Mojitoinn sem hún ætlaði að koma oní mig - 80% romm eða eitthvað álíka. Ekki alveg fyrir minn hænuhaus!

Jæja, ég get ekki fylgst með sjónvarpinu og bloggað. Verð bara að blogga eitthvað af viti einhvern tíman seinna. Á morgun segir sá lati, later..

05 september 2003

Þá er maður byrjaður í skólanum og allt að komast í eðlilegt horf. Ég er núna í tíma í þroskasálfræði. Mér líst bara ljómandi vel á þetta allt saman. Ég hef ágætis undirbúning bara fyrir þetta allt saman. Sálfræðin ætlar að nýtast mér vel eftir allt saman. Annars er ég hálf óstarfhæf núna, ég tók aðra linsuna alveg óvart úr auganu og sé núna ekkert í fókus nema í loki auganu. Þvílíkt óþægilegt. Ætla að hlaupa heim í hádeginu til að fá mér nýja linsu. Alltaf sami snillingurinn :p Sem betur fer er bara verið að fara í atferlisfræði núna. Algjöran grunn. Þó svo að ég hafi fallið í þessum kúrs upp í háskóla þá kann ég nú þennan grunn þannig að það er ekki hundrað í hættunni þó svo ég sé hálf sjónlaus.

Annars er nú bara mest lítið að frétta bara held ég. Ég er alveg að verða búin að koma mér fyrir. Jói er þessi líka fíni meðleigjandi - borgar leiguna en er aldrei heima :p Það verður nú víst einhver breyting á því bráðlega en er á meðan er. Ég fór á Sálina með Sigurborgu síðasta föstudag. Það var svaka stuð og mín höstlaði bara og alles :p Aldrei þessu vant! Ætla samt ekki að fara meira út í það hér, þetta á allt eftir að koma í ljós.

Jæja, ætla að reyna að fylgjast eitthvað með þessu. Er búin að sækja glósurnar mínar úr Greiningu og mótun og er að rifja upp skilgreiningar á virkri skilyrðingu og klassískri skilyrðinu og öllu þessu svakalega skemmtilega.... Later

Ps. sorrý Helena, það var algjör snilld hvernig þú mældir olíuna hjá mér ;)