26 september 2003

Jæja, það er víst alveg komin tími á að reyna að segja eitthvað af viti hérna. Hef verið alveg rosalega lélegur bloggari undanfarið. Núna er ég alveg svakalega dugleg. Dreif mig upp á skrifstofu hjá mömmu eftir skóla og er að nota föstudagseftirmiðdaginn í að læra!!! Er búin að vera að lesa í Menningu og samfélag og ákvað að taka mér pásu þegar ég var hálfnuð með eina greinina sem ég þarf að lesa. Hún er nefnilegast ekkert lítið leiðinleg. Ég er ekki alveg að fatta hvað mér finnst þessi kúrs leiðinlegur - eins og mér fannst gaman í félagsfræði í menntó. Það er reyndar allt of mikið lesefni í þessum kúrs miðað við að hann er bara 2 einingar - svo er kennarinn ekki sá skemmtilegasti. En ég er eiginlega búin að ákveða að vera ekkert of dugleg að mæta í fyrirlestra í þessum kúrs, get alveg eins notað tímann í eitthvað skynsamlegra en að sofa í tímum. En þá þarf ég líka að vera mjög dugleg að lesa heima og setja mig inn í málin.

Annars gengur bara vel í skólanum. Ég er að bíða eftir að fá niðurstöður matsnefndarinnar á sálfræðináminu mínu. Hvað ég fæ metið og hvað ekki. Það átti að koma í dag en var ekki komið þegar ég var búin í skólanum. Kemur örugglega á mánudaginn.

Röggi bró er núna í fríi á Spáni. Er alltaf að senda mér sms til að segja mér hvað það sé heitt og gaman hjá honum. Þá kann maður svo sannarlega að meta það að vera heima hjá sér að læra á meðan úti er skítakuldi eða rigning... Sólbað, djamm og strendur er sko ekkert að höfða til manns núna......

Á morgun fer ég á fyrsta mentorafundinn minn. Ég sótti um að vera mentor grunnskólabarns í verkefninu vinátta - hægt að lesa meira um það á http://www.vinatta.is. Mér finnst þetta rosalega spennandi - og ekki spillir fyrir að maður fær 3 einingar fyrir verkefnið, sem ætti að geta létt á námsálaginu hjá manni eitthvert misserið.

Jæja, ég er frekar tóm í haus eitthva - eins og vanalega kannski :p - og ætla að fara að henda mér aftur í námsbækurnar. Ble ble

Engin ummæli: