05 september 2003

Þá er maður byrjaður í skólanum og allt að komast í eðlilegt horf. Ég er núna í tíma í þroskasálfræði. Mér líst bara ljómandi vel á þetta allt saman. Ég hef ágætis undirbúning bara fyrir þetta allt saman. Sálfræðin ætlar að nýtast mér vel eftir allt saman. Annars er ég hálf óstarfhæf núna, ég tók aðra linsuna alveg óvart úr auganu og sé núna ekkert í fókus nema í loki auganu. Þvílíkt óþægilegt. Ætla að hlaupa heim í hádeginu til að fá mér nýja linsu. Alltaf sami snillingurinn :p Sem betur fer er bara verið að fara í atferlisfræði núna. Algjöran grunn. Þó svo að ég hafi fallið í þessum kúrs upp í háskóla þá kann ég nú þennan grunn þannig að það er ekki hundrað í hættunni þó svo ég sé hálf sjónlaus.

Annars er nú bara mest lítið að frétta bara held ég. Ég er alveg að verða búin að koma mér fyrir. Jói er þessi líka fíni meðleigjandi - borgar leiguna en er aldrei heima :p Það verður nú víst einhver breyting á því bráðlega en er á meðan er. Ég fór á Sálina með Sigurborgu síðasta föstudag. Það var svaka stuð og mín höstlaði bara og alles :p Aldrei þessu vant! Ætla samt ekki að fara meira út í það hér, þetta á allt eftir að koma í ljós.

Jæja, ætla að reyna að fylgjast eitthvað með þessu. Er búin að sækja glósurnar mínar úr Greiningu og mótun og er að rifja upp skilgreiningar á virkri skilyrðingu og klassískri skilyrðinu og öllu þessu svakalega skemmtilega.... Later

Ps. sorrý Helena, það var algjör snilld hvernig þú mældir olíuna hjá mér ;)

Engin ummæli: