16 september 2003

Daddara mér leiðist!!!!! Er í tíma í Mál og ritþjálfun - tveggja tíma fyrirlestur um heimildaskrár..... Þarf ég að segja mikið meira!! Ég ætla rétt að vona að ég fái Vinnulagið úr Háskólanum metið svo ég geti sleppt því að mæta í þessa tíma. Ég fæ að vita það um mánaðamótin hvað ég fæ metið úr sálfræðinni - það er bara vonandi að það verði sem mest!

Annars er nú bara mest lítið að frétta af þessum bænum. Ef það hefur verið eitthvað að frétta þá er ég barasta búin að gleyma því :p Ég fór á djamm með kennaranemum á föstudaginn. Þá var nemendadagur hér í skólanum. Við mættum öll hingað kl. 2 og var tekið á móti okkur með bjór og skoti. Síðan lá leið okkar á Laugarvatn. Þar var farið í leiki, grillað og svo var fjörusöngur áður en lagt var af stað í bæinn. Fólk var nú í misjöfnu ástandi þegar við komum í bæinn um 10-leytið en sem betur fer höfðum við gellurnar í 1.B vit á því að sötra bjórinn hægt þangað til við komum í bæinn. Við vorum því með þeim fáu sem dugðu á djamminu eitthvað frameftir. Anyways, þetta var svaka gaman og hristi vel saman þá sem mættu. Það verður svo bekkjarpartý á föstudaginn og þá á hann ástkær bróðir minn líka afmæli þannig að það stefnir allt í svaðalegt djamm þá :D Reyndar gæti verið að ég þyrfti að vinna á laugardaginn og þá verður edrúdjamm - en við sjáum hvað kemur út úr því.J Já, svo var systir mín að minna mig á frænkudaginn sem er á laugardaginn. Þá stefnir allt í bryggjurúnt, rúnt út á flugvöll, bílaleiki, Shrek og fleira skemmtilegt með honum litla frænda mínum. Eins gott að vera ekki of þunnur í því!

Svo á Karen Líf frænka mín 5 ára afmæli á sunnudaginn og það er spurning hvort maður geti skellt sér smá rúnt á Grundarfjörð. Þarf að sjá hvernig vinnumál og lærdómsmál þróast yfir helgina áður en það kemur í ljós.

Jæja, núna er að byrja áhugaverðari tími heldur en áðan. Inngangur að uppeldisvísindum. Reyndar basic uppeldisfræði úr menntó en ágætt að rifja þetta upp. Later

Engin ummæli: