Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Ég fattaði það þegar ég var búin að blogga seinast að ég gleymdi alveg aðalfréttunum. Ég er komin með nýjan meðleigjanda. Jói bailaði - eins og kannski var við að búast. Ég var frekar stressuð næstu daga á eftir hvort að þetta myndi allt reddast fyrir næstu mánaðamót. En viti menn, þetta reddaðist allt. Sveinbjörn - sem mamma vinnur með - benti mér á frænku sína en áður en að hún hafði samband var ég á spjalli við Sofie vinkonu mína á msn og hún fer að spurja mig hvort ég viti um e-ar íbúðir til leigu með húsgögnum á góðum stað. Ég hafði náttúrulega ekki hugmynd um neitt slíkt en sagði svona í gamni að ég hefði nú aukaherbergi og vantaði meðleigjanda. Þetta er náttúrulega alveg tilvalið fyrir okkur báðar og alveg frábært að fá meðleigjanda sem maður þekkir. Var komin með í magann yfir að þurfa kannski að leigja með einhverjum sem ég þekki ekkert. Sofie flytur ekki inn fyrr en 28. sept þannig að ég hef íbúðina fyrir mig þangað til, eins gott að reyna að njóta þess! Annars verður ágætt að fá smá félagsskap, sérstaklega á kvöldin og svona. Mér er búið að leiðast frekar mikið undanfarið.
Annars gengur bara vel í skólanum. Ég hef reyndar verið lítið dugleg að læra þessa vikuna. Hef bara verið í algjöru óstuði. Þarf reyndar bara að taka skúrk í upprifjun í þroskasálfræði. Annað er á réttu róli. Þyrfti samt eiginlega að taka sunnudaginn í það sem þýðir að ég kemst ekki í afmælið hjá Karen. Ætlaði að reyna að mæta í það. Annars stefnir allt í hörkudjamm á morgun. Bekkjarpartý og partý hjá Rögga bró. Kvinnurnar í bekknum ætla meira að segja að skella sér í bæinn eftir partý - af því að það er svo móðins :p Á laugardaginn á ég svo að passa spiderman. Dagný og Haukur koma að vísu ekki með hann fyrr en um 4 þannig að maður fær smá tíma til að jafna sig á þynnkunni :p Á sunnudaginn ætlaði ég semsagt að skreppa á Grundarfjörð en það stefnir allt í að Hlaðan fái að njóta mín þann daginn.
Jæja, ætla að fara að sofa í hausinn á mér. Busy dagur á morgun.. Ble ble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli