Jæja, þá ætla ég að fara að reyna að blogga eitthvað af viti hérna. Er búin að vera geðveikt löt við þetta og hef einhvern vegin ekkert haft að segja undanfarið. Hef líka lítið verið að fylgjast með þjóðlífinu undanfarnar vikur. Var af einhverjum undarlegum ástæðum sem ekki verða raktar hér ekki með sjónvarp fyrr en á síðustu helgi :p Saknaði þess reyndar lítið fyrr en ég fékk það aftur. Algjör draumur í dós að geta horft á Skjá einn!! Núna var að byrja þáttur sem heitir Fastlane - sexy gæjar og flottir bílar - verður varla betra en það :p
Ég fór að djamma á helginni með henni Öggu pöggu pí. Ég er bara alveg komin úr æfingu að djamma með henni og endaði þar af leiðandi algjörlega á rassgatinu.. Við þurfum að vera duglegar að djamma svo ég geti náð upp áfengisþolinu mínu aftur. Ég þarf líka að finna góða leið til að snúa á hana þegar við erum báðar komnar í glas - þá er hún nefnilegast með það á heilanum að fá mann til að drekka meira þó svo maður segist löngu vera búinn að fá nóg. Ég kom mér samt hjá því að drekka Mojitoinn sem hún ætlaði að koma oní mig - 80% romm eða eitthvað álíka. Ekki alveg fyrir minn hænuhaus!
Jæja, ég get ekki fylgst með sjónvarpinu og bloggað. Verð bara að blogga eitthvað af viti einhvern tíman seinna. Á morgun segir sá lati, later..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli